Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 13
Hvað er að frétta af Ströndum?
Fyrir skömmu var hinn ungi for-
maður HSS, Matthías Lýðsson, á ferð
hér í borg og leit þá við á skrifstofunni.
Skinfaxi greip tækifæri og fékk hann
til að segja sér allt af létta af félags-
málum og félagslífi þar nyrðra. Matt-
hías er tvítugur að aldri og býr i
Kirkjubólshreppi á bænum Húsavík.
Hann hefur verið formaður HSS frá
1975.
— Það eru nú fimm ungmennafélög
starfandi á sambandssvæði HSS, segir
Matthías þegar hann er spurður um
félagsstarfið. — Ef við byrjum nyrst
þá er ungmennafélag í Árneshreppi
sem heitir Leifur heppni, það er mjög
vel starfandi og áberandi hvað þar
ríkir góður félagsandi; ég er nokkurn
veginn viss um að sú einangrun sem
hreppurinn býr við hefur þessi áhrif
á félagsandann, fólkið verður að vera
sjálfu sér nógt og það er fátt sem
glepur. Það þarf því ekki að hafa
áhyggjur út af því að þetta félag logn-
ist út af, a.m.k. ekki í bráð. Hvað
íþróttir snertir er þess helst að geta
að Leifur heppni á marga góða sund-
garpa og sundið iðka þeir í sundlaug
sinni í Krossanesi. Næsta starfandi fé-
lag er Sundfélagið Grettir í Kaldrana-
neshreppi, aðalstarf þess er í Bjarnar-
firðinum þótt félagssvæðið sé mun
stærra, nær m.a. norður í Drangsnes,
SKINFAXI
13