Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 14
en þar var áður starfandi ungmenna- félag sem hét Neisti. Þeir Grettismenn hafa synt í lauginni að Laugarholti en þar er einnig skóli og nýlegt íþrótta- hús sem tekið var í notkun fyrir 4—5 árum. Á Hólmavík er fjölmennasta ung- mennafélagið en það heitir Geislinn, það er einnig yngsta félagið hvað með- limi varðar en elsti virki meðlimurinn er 26 ára. Ég tel það nokkuð há starf- inu að eldri menn eru ekki með til þess að st.yðja við og aðstoða þá yngri við félagsstörfin. Umf. Geislinn var með skemmtun á þrettándanum með ýmsum heimatilbúnum skemmtiatrið- um, en úr því farið er að minnast á skemmtun þá má geta þess að aðstaða til skemmtanahalds er vægast sagt hörmuleg þar sem enn er notast við Braggakumbalda frá striðsárunum. Það mun hafa verið gerð tilraun fyrir 15—20 árum til þess að byggja nýtt félagsheimili og sú tilraun er að nokkru sýnileg enn í dag, því grunn- ur var reistur, en ekki voru allir sam- mála um staðarvalið og félagsheim- ilið varð aldrei meira en þessi grunnur. Góð samvinna er milli félagasamtaka á Hólmavík, t.d. stjórnar formaður ungmennafélagsins, sem er íþrótta- kennari á staðnum, konum í frúarleik- fimi. Knattspyrna er sterkasta hlið þeirra á Hólmavík á íþróttasviðinu og lið það sem keppt hefur undir nafni HSS er þaðan. Á síðasta sumri útveg- aði HSS þeim þjálfara og bar kostnað af vinnu hans. Því er ekki að neita að sú ráðstöfun kom illa við fjárhag sam- bandsins, þar sem tekjustofnarnir eru fáir og smáir. En þar með er ekki sagt að hann hafi ekki verið vel að launum sínum kominn, hans framlag var gott. Fyrir sunnan Hólmavíkurhrepp tek- ur Kirkjubólshreppur við og þar er Ungmennafélagið Hvöt. Það hefur töluvert að segja í félagslífinu þar hversu karlmenn eru i miklum meiri- hluta og get ég nefnt sem dæmi að undir 15 ára aldri eru tuttugu strákar á móti einni stelpu. Það er þó ýmislegt að ske, haldið er þorrablót árlega, komið saman í Selvangi til likamsiðk- bridge er mikið spilað og þá er oft ana, s.s. borðtennis og badminton og hefur badminton orðið æ vinsælla með árunum. Þess má geta að þeir sem fara suður til náms hafa gengið í TBR til þess að geta haldið áfram að iðka þessa iþrótt. Þess má einnig geta að sá siður hefur viðhaldist að halda aðalfund ungmennafélagsins á milli jóla og nýárs. Syðsta félagið er svo Umf. Harpa i Hrútafirðinum og er nokkuð langt bil á milli þessara tveggja félaga þar sem ekki er starfandi ungmennafélag. Það hefur orðið til þess að tengsl við Hörpu hafa nokkuð rofnað og þá sérstaklega tengsl stjórnar sambandsins við stjórn félagsins hvort sem landfræðilegum aðstæðum er þar einum um að kenna. Af héraðssambandinu sjálfu er það helst að segja að það er á hausnum, og gagnstætt reynslu Jóns Guðjónssonar, HVÍ, þurfum við að skríða betlandi um héraðið. Það verður þó að koma fram að skilningur sýslunefndar og sveitar- stjórna er fyrir hendi, og þessir aðilar hafa styrkt sambandið myndarlega á undanförnum árum. Ég tel að ef sam- bandið réði til sín starfsmann, sem 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.