Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1978, Side 18

Skinfaxi - 01.02.1978, Side 18
íþrótta- maðurinn Nafn: Jón Diðriksson Fæðingardagur: 17.6 1955. Hæð: 1.94 m. — þyngd: 82 kg. Félag: U.M.S.B. Þjálfari: Gordon Surtees. Staða; Nemi. Helsti árangur, sigrar, titlar, fram- farir o. s. frv.; Besti árangur 1977: 400 m. 50,5 sek.; 800 m. 1:50,7 mín; 1500 m. 3:47,7 mín. Framfarirnar hafa komið hægt og sígandi ár frá ári síðan ég hóf æf- ingar 1973. Ekki get ég sagt að ég haldi neinum titlum, sem ég gæti endanlega gert mig ánægðan með. Annars eru mínir ánægjulegustu sigrar fram að þessu íslandsmeistaratitillinn í 1500 m. 1975 og sigur í 800 m. í Kalott-keppninni á þessu ári. Annað tel ég varla upp, nema ef væri íslandsmetið í 2000 m., sem ég setti á sl. ári. Æfingar nú, hvað framundan? Æfingaálag hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1973 og fram að þessu, og mun væntanlega aukast verulega í vetur. Staðreyndin er sú að ég hef ekki komist í gegnum „heilan vetur“ með því álagi sem æskilegt hefði ver- ið. Það helsta sem framundan mætti nefna er EM ’78 í Prag á næsta ári, — stórmót sem nota skal sem eins konar stökkpall til Moskvu 1980 þar sem draumurinn er ekki aðeins að vera með, heldur keppa til jafns við alla aðra sem þar koma saman. En auð- vitað lít ég á allar framfarir sem liggja að baki mikillar vinnu sem mik- ilvægasta atriðið í þessu sem öðru. UMSB-kveðj ur. 18

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.