Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 15
sinnt gæti fjáröflun jafnt sem öðru
starfi, myndi þessum vanda bægt frá.
Þá háir það stjórninni hversu ungir
og reynslulausir stjórnarmeðlimirnir
eru, og einnig erfiðleikar á því að
halda fullmannaða fundi en það er
mjög algengt að hluti stjórnarmanna
og jafnvel varamenn þeirra séu lang-
tímum saman utan héraðs, við nám
eða vinnu. Það er því alltof algengt að
allt starfið lendi á fárra herðum sem
fljótlega gefast upp, draga sig þá al-
veg í hlé.
Að lokum hafði Matthías þetta að
segja:
— Það er skoðun min að til þess að
sambandið geti unnið að þeim mark-
miðum sem það setur sér í lögum sín-
um, þá þurfi þrennt að koma til: í
fyrsta lagi þarf að fræða fólk um og
fá það til þess að skilja og vinna að
framgangi ungmennafélagshugsjón-
arinnar. Án vilja félagsmanna til að
starfa að markmiðum sambandsins
verður ekkert starf. í öðru lagi verður
stjórn HSS að móta stefnuna hverju
sinni í samræmi við markmið sam-
bandsins og framfylgja síðan þeim
stefnumiðum eftir bestu getu. Helst
verður sambandið að hafa fastan
starfsmann sem getur relgað sig ó-
skiptur (eða ógiftur) starfinu.
í þriðja lagi: Til þess að það sem að
framan er nefnt megi verða, þarf hið
opinbera að skilja og styrkja það
mannræktarstarf sem unnið er undir
merkjum UMFÍ.
Leiðrétting
í 5. tbl. Skinfaxa birtist þessi mynd
af kvenkynshluta þingfulltrúa á af-
mælisþingi UMFÍ 10,-—11. sept. sl.
Þarna er um föngulegan kvenkost að
ræða, þannig að fjögur nöfn duga ekki
á fimm manneskjur. Sú sem ekki var
nafngreind í umræddu 5. tbl. er önnur
frá vinstri og heitir Ásta Samúelsdótt-
ir, hún vinnur á skrifstofu HSK og er
þeirra stoð og stytta sem þar fara með
stjórn. — ÞAÐ ER NÚ ÞAÐ.
Landshappdrætti UMFÍ 1977
VINNINGSNÚMER
1. Litasjónvarp 280.000 14856
2. Litasjónvarp 240.000 807
3. Stereotæki 180.000 4914
4. Spánarferð 80.000 13863
5. — 80.000 4899
6. — 80.000 1656
7. Myndavél 40.000 16596
8. Transistortæki 15.000 7923
9. — 15.000 16932
10. — 15.000 5559
11. Vasatalva . . 11.000 15889
12. — 10.000 11856
13. — 10.000 14825
14. — 9.000 5876
15. — 9.000 6993
15
SKINFAXI