Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 12
HSÞ: 1. Ingi Þór Ingvason 2. Eyþór Pétursson 3. Kristján Ingvason UÍA; 1. Marínó Marinósson 2. Auðunn Gunnarsson 3. Þóroddur Helgason Víkverji A.: 1. Eiríkur Þorsteinsson 2. Gunnar Ingvarsson 3. Halldór Konráðsson Víkverji B.: 1. Ingvar Engilbertsson 2. Hjálmur Sigurðsson 3. Árni Unnsteinsson Meðal glímumanna voru margir og efnilegir; sérstaka athygli vakti frammistaða sveitar UÍA en hana skipuðu ungir og vaskir menn og voru glímur þeirra skemmtilegar og bar- áttufullar, sérstaklega glímur þeirra Auðuns Gunnarssonar og Þórodds Helgasonar, en Marínó Marínósson átti nokkuð erfitt um vik þar sem hann glímdi í þyngsta flokknum þótt hann væri langtum léttari en hinir, því leyfilegt er ef þörf er á að glíma í þyngri flokki. Glímur þeirra yngri í þessari sveita- glímu áttu það allar sameiginlegt að vera líflegar og skemmtilegri en þeirra sem staðið hafa í baráttunni í fjölda mörg ár. Eyþór Pétursson í liði HSÞ er ungur og stórefnilegur glímumaður og greinilega í góðri þjálfun sem og þeir Þingeyingar allir. Glíma Kristj- áns Yngvasonar var öll vel yfirveguð og brögðin stílhrein og vel útfærð, en Kristján var sá eini sem vann allar sínar glímur. Hjálmur Sigurðsson glímdi nú aftur eftir nokkurt hlé og báru glímur hans það nokkuð með sér að hann er ekki kominn í fulla þjálfun, en sama mýktin og léttleik- inn einkennir enn glímur hans. Dóm- arar voru að þessu sinni starfi sínu vaxnir undir yfirstjórn Sigurðar Jóns- sonar fyrrverandi glímukappa. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit HSÞ 2. A-sveit Víkverja 3. Sveit UÍA 4. Sveit Ármanns 5. B-sveit Víkverja VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig stytlur fyrir flestar greinar iþrólta Leitið upplýsinga. Magnús R. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykiavík - Sími 22804 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.