Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 6
blaðið virkari tengilið meðal félagsmanna.” Að Skinfaxa slepptum segir að Vasasöng- bókin sem gefin var út 1974 sé nú á þrotum og fáist ekki lengur á skrifstofunni. Leikritasaf nið vantar umönnun Hvað leikritasafni UMFÍ viðkemur er í punktaskýrslunni greint frá þvi að safnið innihaldi nú 85 þætti í tveimur möppum, þar er ennfremur játað að „Leikritasafnið hafi ekki fengið þá vinnu sem þyrfti til að það vasri sómasamlega kynnt og endurnýj- að.” Happdrætti UMFÍ bar á góma þar sem þess er getið að sú ákvörðun að hafa að þessu sinni einn vinning veglegan sé tilkom- in vegna óska ýmissa söluaðila. Húskaupamálið hafði forgang í kafla 9 segir m.a. um Þrastaskóg: „Varðandi skóginn verður að játast að þar eru e.t.v. stærstu vanrækslusyndir hreyf- ingarinnar í dag. Um þær verður ekki fjöl- yrt hér en aðeins bent á að ég tel það aðeins tímaspursmál hvenær hreyfingin snýr sér að þessu verkefni, möguleikarnir eru óþrjótandi og verkefnin sömuleiðis. Hins- vegar er eðlilegt að kraftarnir séu helgaðir einu stórverkefni í einu og að undanförnu hefur húskaupamálið haft forgang. Auk þessa er i skýrslunni getið um Fé- lagsmálaskólann, 16. landsmót UMFÍ, erl. samskipti, bréfaskólann, útbreiðslustarf, húskaupamál svo og ýmis önnur verkefni. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.