Skinfaxi - 01.12.1978, Page 11
Þar helltu veðurguðirnir úr skálum reiðar
sinnar með þrumugný og steypiregni.
Sitthvað fleira var að skoða á þessum
norðlægu slóðum m.a. dæmigerðan jóskan
fiskibæ, þar sem fiskveiðar eru enn aðalat-
vinnuvegur, en sem á íslandi fer fiskur
þverrandi á fiskimiðum og ekki batnaði út-
litið er Bretar tóku upp á því að bæta við
landhelgi sína og ná þannig af jóskum fiski-
mönnum þeirra helstu fiskimiðum. En
þarna nyrðra er „ferðamannaiðnaður”
stöðugt að aukast en þangað er gífurlegur
straumur ferðafólks og eru Þjóðverjar þar í
yfirgnæfandi meirihluta. Þeir koma og
GististaAnrinn > Abybro.
reisa borgir hjólhýsa og tjaldvagna en
Danir eru einnig fúsir að leigja þeim hús
eða herbergi, ef marka má skilti þau sem
víða bar fyrir augu orðuð á þýsku, ensku og
dönsku.
Á leiðinni til baka gefst okkur kostur á
að líta augum einu eyðimörk Dana Rá-
bjerg Mile þar sem fínn sandurinn fýkur til
og frá í öldur og hóla. Um kvöldið dunar
diskómúsík í matsalnum við íþróttavellina í
Ábybro.
Aftur til suðurs
Það er kominn laugardagur 5. ágúst og
enn á ný taka allir saman pjönkur sínar og
kveðja. Það fer að styttast í Danmerkur-
dvölinni og bikarkeppnin við AAG enn
eftir. Nú er ferðinni heitið suður til Fuglsö,
þar sem dönsku ungmennasamtökin hafa
reist glæsilega íþróttamiðstöð, Fuglsö-
centred, þar eru þeir stöðugt að bæta að-
stöðu til hvers konar íþróttaiðkunar svo og
aðstöðu til viðvistar. íþróttavöllurinn með
grænum tartanbrautum vekur strax áhuga
iþróttafólksins þegar þangað er komið upp
úrnúðjumdegioglíður ekki á löngu áðuren
hópurinn er Kominn i tilheyrandi múnder-
ingar og tekinn til við æfingar en fara
SKINFAXI
11