Skinfaxi - 01.12.1978, Page 16
Þjónustu-
miðstöðin
formlega í
notkun.
Þann 4. nóv. sl. var húseign UMFÍ að
Mjölnisholti 14 í Reykjavík tekin formlega
í notkun. Til athafnar þessarar var boðið
fulltrúum og gestum á Sambandsráðsfundi
UMFÍ, er haldinn var þennan sama dag í
Kópavogi, en auk þess nokkrum fleiri gest-
um.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti fram-
reitt af eiginkonum formanns og fram-
kvæmdastjóra, þeim Ragnhildi Ingvars-
dóttur og Ólafíu Ragnarsdóttur.
Flutt voru ávörp og heillaóskir og gjafir
gefnar UMFÍ í tilefni þessara tímamóta.
Má þar nefna gjöf frá húskaupanefndinni
sem er gestabók með fagurlega úrskornum
trékápum, málverk frá byggingameistara
hússins Kristjáni Finnssyni og frú, málað
af honum sjálfum. Þá færðu samböndin
UMSK og HSK UMFÍ að gjöf sitt mál-
verkið hvort og höfðu menn á orði að ef
svo héldi fram fengi formaður UMFÍ „mál-
verk” að lokum, en hann veitti gjöfunum
viðtöku.
Forseti ÍSÍ Gísli Halldórsson flutti kveðj-
ur og árnaðaróskir fyrir hönd ÍSÍ og færði
UMFÍ að gjöf skjöld íþróttasambandsins.
16
Hfckaupanefhd UMFl f.v. Gunnar Sveinsson, Pálmi
Gfslason og Valdimar Öskarsson.
Svipmyndir frá húsvigslunni, neAst til hcgri er
ingaaieistari hússins Kristján Finnsson ásamt
sinnL