Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 19

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 19
Núverandi stjórn NSU f.v. Henry Gustavsson Finnlandi, Torill Aaen Noregi, Tore 0sterás Noregi formaður, Karen Bjerre Madsen Danmörku, Karl Kring Suður- Slésvík og Jóhannes Sig- mundsson íslandi. Á myndina vantar Torsten Karlsson Sví- þjóð. Æskulýðsvikur NSU Eins og fyrr var drepið á efnir NSU til svonefndrar æskulýðsviku á hverju sumri til skiptis í aðildarlöndunum, nú síðast í Sví- þjóð, nánar tiltekið í Osby á Skáni, dagana 23.—29. júlí. Bar það að nokkru upp á sömu daga og landsmót UMFÍ á Selfossi, en þó sóttu 9 íslendingar þessa viku. Þarna er starfað að ýmsum áhugamálum og kynn- ingarstarfsemi og er óhætt að hvetja ung- mennafélaga um land allt til að gefa þessu meiri gaum í framtíðinni, því að þátttaka hefur verið frekar dræm af íslands hálfu, en reiknað er með 20 þátttakendum frá hverju landi og er öllum kostnaði mjög í hóf stillt og ferðir greiddar niður. Þess má geta, að slik æskulýðsvika hefur einu sinni verið haldin á íslandi, á Flúðum sumarið 1976 og þótti mjög vel til takast. Næsta sumar verður æskulýðsvika í Finnlandi. Þá efnir NSU árlega til ráðstefnu ungs bænda- fólks og á næsta ráðstefna að vera á íslandi, en óvíst er, þegar þetta er ritað, hvort af því getur orðið, þar sem styrkveiting til ráð- stefnuhaldsins brást. Ár norrænna samskipta Á stjórnarfundi NSU í Helsinki í mars 1977 var rædd sú hugmynd að efna til stór- aukinna samskipta og samstarfs milli aðild- arfélaganna á árinu 1979 undir heitinu Nordisk Kontaktár. Sérstök nefnd var skipuð í málið og hefur talsvert verið rætt og ritað um málið og hefur hugmyndin hlotið góðar undirtektir. Á ársþinginu nú í haust var málið tekið sérstaklega fyrir í um- ræðuhópi, en ekki er fullmótað enn hvernig að þessu verður staðið, en geta má þess í lokin, að rætt var sérstaklega um aukna kynningarstarfsemi í blöðum og tímaritum og gæti þetta greinarkorn skoðast sem liður í því starfi. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.