Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 3
SKINFAXI Timarit Ungmennafélags íslands — LXX árgangur — 3. hefti 1979 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Ot koma 6 hefti á ári. Sjónarhóll Um og fyrir síðustu aldamót áttu sér stað margs konar hræringar með íslenzku þjóðinni. Hún átti sér hugsjónir af ýmsu tagi, sem tengdust og sameinuðust í sjálfstæðisbaráttu hennar. Hún var að vakna til ríkari vitundar um hlutverk sitt og eygði bjartari framtíð. Það var dagrenning. Menn huguðu að því meðal annarra þjóða, sem verða mætti þeirra eigin að gagni. Þannig eignaðist hún m.a. samvinnuhugsjónina, sem varð henni tæki til bættra h'fskjara með samábyrgð og samkennd. Hún eignaðist líka ungmennafélagshugsjónina, sem uppfyllti margháttaðar félagslegar þarfir sam- veru og samstarfs og lýðháskólahugsjónin átti sterkan hljómgrunn til eflingar alþýðumenntunar í landinu. Og allar þessar hugsjónir urðu að veruleika. Samvinnuhreyfingin er víðast hvar burðarásinn í uppbyggingu landsbyggðarinnar á sviði atvinnuhátta og viðskipta. Ungmennafélögin urðu að félags- málaskóla þjóðarinnar og gegna enn stóru hlutverki í þeim efnum og mörgum öðrum. Þó lýðháskól- inn yrði að víkja fyrir öðrum skólahugmyndum, þá varð hann einnig að veruleika og það sem mest er um vert: Almenn fræðsla barna og ungmenna hér á iandi er nú með því bezta sem gerist meðal þjóða þessa heims. En það var miður, að lýðháskóhnn skyldi ekki ná að stíga nema bemskusporin á sinum tíma. Hann hafði þegar sýnt, að hann átti erindi í íslenzkum skólamálum og áhrifa hans gætti raunar nokkuð í sumum héraðsskólum, a.m.k. fyrst í stað. Hvítárbakkaskólinn er trúlegast þekktastur I þeirra lýðháskóla, sem hér störfuðu og þaðan komu margir, sem síðan hafa markað sín spor í þjóðhf- i inu, bæði heima í héruðum og í landsmálum, íslenzkri þjóð til heilla. En þrátt fyrir það, að lýðháskól- / inn yrði að víkja á sínum tíma, þá lifði hugsjónin. Enda þótt draumurinn um almenna fræðslu til 1 handa landlýð hafi rætzt, þá töldu margir og telja enn, að lýðháskólinn hafi hlutverki að gegna í i fræðslumálum allra tíma. Raunar má segja, að fjölbrautaskólakerfið sé, að vissu leyti, viðurkenning á lýðháskólaforminu, að frjálsræði og val í námi sé vænlegra til árangurs heldur en óbilgjarnar for- skriftir um námsefni og kennsluaðferðir. Og nú er lýðháskóli á ný orðinn að raunveruleika. Hann hefur starfað mest allan þennan áratug og s.l. tvö ár búið við viðurkenningu löggjafans. Með henni var UMFl ásamt fleiri samtökum, kallað til starfa við stjórn þess skóla. Þetta hefti SKINFAXA er helgað Lýðháskólanum í Skálholti, lesendum blaðsins til kynningar og í þeirri von, að það veki áhuga einhverra, sem vildu þá kynnast betur því starfi, sem þar er unnið og helzt að leggja hönd á plóginn við áframhaldandi uppbyggingu. Þar er verk að vinna, svo fullnýta megi þau mannvirki, sem þegar eru risin. Skálholtsskóh er sjónarhóll, svo vitnað sé til orða rektors sr. Heimis Steinssonar. Þann sjón- arhól þarf að hækka og þá mun sjóndeildarhringurinn vikka. JGG. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.