Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 19
leggja þær eftir ákveðnum reglum og er það nokkurt vandaverk. Það er erfitt að lýsa því í smáatriðum í rituðu máli, og ég læt nægja að vísa á Þækling sem nefnist „Taping av idrettskader” og er gefinn út af norska íþróttasamþandinu. Rétt er þó að minnast á 3 atriði: Ekki má leggja svona umþúðir á ný meiðsl. Það verður alltaf að nota teygju- umþúðir fyrstu 2 sólarhringana, annars getur blóðrásin stöðvast. Af sömu ástæðu má ekki vefja nema einn hring um útlim í einu. Síðan á að rífa bandið í sundur. Ekki má skína í húðina gegnum göt á um- búðunum því þá geta dottið á hana sár. Algengt er að iþróttamenn, sem hlotið hafa varanlegar skemmdir á liðböndum, notið þessi bönd að staðaldri við æfíngar og keppni til að fyrirbyggja nýja tognun. Hægt er að hefja æfingar af fullum krafti eftir slys, þegar hægt er að teygja að fullu á liðbandinu eða vöðvanum án sársauka og þegar full hreyfing er komin á liðamót. Ekki má þó vera óeðlilegt los á liðnum. Hægt er að hefja keppni á ný, þegar allir vöðvar hafa fengið fulla krafta. Mikilvægt er að sýna þolinmæði og keppa ekki fyrr en meiðslin hafa jafn- að sig að fullu, annars er hætta á að þau taki sig upp á ný. ÁLAGSSJÚKDÓMAR Það eru meiðsli, sem ekki koma við eitt snöggt átak, heldur við endurtekið eða langvinnt álag eða hreyfingar. Sinaskeiðabólga í úlnliðum er eflaust best þekkt. Hún kemur helst ef menn vinna lengi verk sem þeir eru óvanir og sem reynir mikið á hendurnar. Meðferðin er einkum hvíld, sem hægt er að fá með bví að vefja úlnliðina og minnka þannig hreyfínguna í þeim. Bólgueyðandi lyf hjálpa líka í byrjun. Vöðvabólga er annarskonar álagssjúk- Pálmi Frímannsson héraðslæknir. dómur, sem ekki kemur af of mikilli hreyfingu, heldur þvert á móti af því að halda vöðvum spenntum í sömu stellingu í langan tíma. Algengast er þetta hjá fólki, sem vinnur eitthvert verk í höndunum í langan tíma samfleytt, en það fær vöðva- bólgu í herðar og háls. Hægt er að fyrir- byggja sjúkdóminn að verulegu leytí með því að hreyfa axlir og höfuð reglulega 2— 3var á klukkustund, herpa vöðvana saman og sérstaklega að teygja rækilega á þeim. Meðferðin er fólgin í upphitun eins og við tognun og síðan á að teygja vel á aumu vöðvunum. Harðsperrur, sem íþróttafólk fær stundum eftír æfingar og keppni er svipað fyrirbæri og svarar sömu meðferð. Bólgueyðandi lyf eiga þar ekki við en önnur verkjalyf hjálpa. Eymsli yfir sinafestum eru nokkuð al- geng sem atvinnusjúkdómur, en koma líka oft hjá íþróttafólki. Þau koma við endurtekin snögg og hörð átök. Þannig fá t.d. tennisleikarar oft eymsli við olnboga- lið og langhlauparar fá oft eymsli utan- vert á hné. Þetta á að meðhöndla með hvíld og æfingum á svipaðan hátt og við skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.