Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 20
eftirmeðferð á tognun. Auk þess kemur vel til greina að sprauta blöndu af svo- nefndum steroidum og staðdeyfiefni á auma blettinn. í versta tilfelli þarf að laga þetta með smávægilegri skurðaðgerð. Þessi aðgerð er fólgin í því að losa sam- vexti í kringum sinafestuna. Bólga kringum hásin. Langhlauparar fá helst þennan kvilla ef þeir hlaupa mjög langar vegalengdir á hörðum vegi eða brautum. Fyrst finna þeir dálítið til beggja megin við hásinarnar, næsta dag dálítið meira og á þriðja degi eru þeir jafnvel orðnir draghaltir. Þeir finna þá brak eða marr beggja megin við hásinina, svipað eins og gerist við sinaskeiðabólgu, enda er þetta hliðstætt fyrirbæri þótt há- sinin sé ekki í sinaslíðri. Meðferðin við þessu er skilyrðislaus hvild frá æfingum í eina til tvær vikur eða þar til eymslin eru alveg horfin. Hægt er að varðveita þolið á meðan með því að hjóla eða synda. Þegar aftur er byrjað að æfa hlaup á að byrja með stuttar vegalengdir, t.d. 3 km á dag og helst á grasi eða mjúkri braut. Síðan á að lengja hlaupin smátt og smátt. Eymsli i fótleggjum er algengt fyrir- bæri, en er ekki vandamál nema helst hjá þeim sem stunda langar göngur eða hlaup. Algengast er þetta á haustin þegar skipt er frá mjúkri braut í harða, t.d. þegar jörð fer að frjósa, en einnig á vorin þegar skipt er af harðri braut í mjúka. Ekki er alveg ljóst hvaða vefjaskemmdir koma fram í þessum tilfellum. Þó má stundum sjá á röntgenmynd brotlínu í gegnum sköflunginn. Þetta brot hefur þá komið af síendurteknu álagi þegar fótur- inn skellur í jörðina. Með sérstakri tækni er í mörgum tilfellum, líka hægt að sýna fram á örsmá brot á sköflungnum, þótt þau sjáist ekki á röntgenmynd. Sá sem fyrir þessu verður þarf að hætta að hlaupa í tvær til fjórar vikur en viðhalda þolinu og byrja æfíngar hægt og hægt eins og lýst er að ofan. Einnig þarf hann þá að breyta hlaupastílnum þannig að táin vísi beint fram þegar hann stigur niður, i stað þess að hann sé lítið eitt útskeifur. Hér að ofan hefur verið lýst ýmsum al- gengum mjúkvefjameiðslum og meðferð á þeim. önnur algeng meiðsl t.d. á hné eru oft erfið að greina og krefjast sér- hæfrar meðhöndlunar og verður því ekki fjallað um þau hér. Hafa verður í huga, að hér hefur verið lýst algengustu meiðslum eins og þau koma venjulega fyrir, en undantekningar hljóta alltaf að vera til. Mörg meiðsl af þessu tagi batna ekki að fullu, og margur í þróttamaður verður að sætta sig við það sorglega hlut- skipti að þurfa að hætta æfingum og keppni alveg. Það getur líka verið þung raun fyrir vel þjálfaðan íþróttamann að þurfa að hætta æfingum tímabundið vegna meiðsla. En slíkt er þó miklu betri kostur en að þjösnast áfram skamman tíma þrátt fyrir meiðslin og sitja svo ef til vill uppi með varanleg örkuml í stað al- gers bata, ef skynsemi hefði verið látin ráða. HEIMILDIR: Peer H. Staff o.fl.: Nordisk Idrettmedisinsk Kongress 1977, Syntex. Peer H. Staff: Spörsmál og svar om bevegelsesapp- aratets blötdelslidelser. Syntex terapiserie nr. 1. 1978. Svein Nilsson: Spörsmál og svar om bevegelses- apparatets blötdelsskader. Syntex terapiserie nr. 2, 1978. Svein Nilsson: Blötdelsskader. Tidskrift den norske lægeforening nr. 26 og 27, 1977. Kjell Kaspersen: Taping av idrettskader, Norges Idrettforbund 1977. Jón Ásgeirsson: íþróttir — slys, íþróttasamband islands. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.