Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 9
Upphafið að öllu saman Það má segja að upphafið að þessu öllu saman hafi verið að árin 1968—1970 var veruleg hreyfmg í lýðháskólaátt bæði innanlands og á Norðurlöndum, þar sem fé safnaðist og það dugði til að koma þessu verulega af stað, það er ástæða til að leggja áherslu á mikilvægi þess sem safnað var, um 10 milljónir, og er ástæða til að ætla að bygging skólans hefði ekki farið af stað án þessa söfnunarframlags. Þannig að hvatinn var kominn frá Norðurlöndunum. 1969 var svo stofnað skólafélag Skálholtsskóla sem hafði það hlutverk að halda þessu máli gangandi. Þess má svo geta að hér voru á sinum tíma starf- andi lýðháskólar á Hvítárbakka og Núpi fram að 1929 þegar lög um héraðsskóla voru sett. Þannig að hugmyndin um lýðháskóla átti sér veru- legan stuðning frá þeim er til þeirra þekktu frá fyrri tíð og úr því að þetta er Skinfaxi verður það að koma fram að, þarna er auðvitað ungmennafélags- andinn að baki, því sagt er að ungmennafélögin hafi verið lýðháskóli þjóðarinnar. Það er alþýðumenn- ingin sem verið er að hefja iil vegs. Aðstaðan Hér er ætlunin að reka 50 manna skóla og mötu- neyti og kennslurými miðað við það. Hins vegar geta aðeins verið 20 nemendur á vist. Það húsnæði sem er fyrir hendi er hvergi nærri fullgert og öll sú aðstaða sem fylgir skólum félagslega er ókomin, samkvæmt lögum tekur ríkið 80% þátt í uppbyggingu á staðn- um. Við væntum hins besta af hendi fjárveitinga- valds og fræðsluyfirvalda. Það er sárt til þess að vita að það húsnæði sem ekki hefur enn verið fullgert, sé farið að hrörna. Það er mjög brýnt að úr því verði bætt. Með setningu laga um skólann, má segja að al- þingi sé búið að viðurkenna skólann, en þá náttúru- lega liggur það í hlutarins eðli að framfylgja þeim. Þýðingarmest er nú að trúin á skólann hefur aukist en það sést best á viðurkenningu alþingis. Ekki lengur furðufugl Skólinn er að öðlast fastan sess. Starfið hefur gengið vel og aðókn verið fullnægjandi og meira en Á eftlr andlegu fæðunni kemur auðvitað sú likamleea. það. Ég finn það að skólinn er ekki sá furðufugl sem mörgum þótti er hann komst á laggirnar. Við eigum það mikið að þakka okkar góðu nemendum sem borið hafa okkur vel söguna, þeirra hlutur er ekki hvað sístur. Er þetta hentugasta formið? Lýðháskólar eru orðnir yfir 200 ára gamlir, mark- mið þeirra hefur alltaf verið það sama að efla frjálsa framhaldsmenntun. Ég tel að við höfum komið okkur niður á það form sem við ráðum við og okkur hentar þó hér séu þættir sem eru í mótun vegna að- stöðuleysis, s.s. íþróttir og verkmenntun. Þörfin fyrir svona sjónarhól Að lokum Heimir, spök lokaorð. Þessir skólar eru sérstaklega fyrir fólk á krossgöt- um, fólk sem er að hugsa sig um, og vill gjarnan hressa upp á stefnuna, reynslan sýnir að mjög veru- legur hluti þeirra sem sækja þennan skóla er þannig fólk. Þannig að reynslan hefur sýnt að þörfin fyrir svona sjónarhól er mikil og meiri nú en oftast áður vegna þess hve kerfið gerist flókið. f framhaldi af því sé ég ekki ástæður til annars en að vera bjartsýnn um framtíð þessa skóla, og satt að segja held ég að þeir mættu vera fleiri, ég held að það yrði til gagn- kvæmrar eflingar. Skinfaxi þakkar að lokum staðarmönnum öllum móttökumr og óskar skólanum velfarnaðar í starfi í framtíðinni. Fyrir þá lesendur Skinfaxa sem áhuga hefðu á skólavist, fylgja eftirfarandi upplýsingar: Ef þú hyggst sækja um skólavist í Skálholti vetur- inn 1979—1980, skrifar þú umsókn þína sjálf(ur) og sendir hana Heimi Steinssyni Skálholtsskóla Bisk- upstungum 801 Selfossi. í umsókninni þarf eftirfar- andi efni að koma fram: 1. Fullt nafn þitt, heimilisfang og lögheimili, fæðingardagur og ár, svo og simanúmer, ef því er til að dreifa. 2. Nöfn, heimilisfang og atvinna foreldra þinna. 3. Skólaganga þín og atvinna hingað til. 4. Fylgiskjöl: Afrit af prófskírteini frá þeim skóla, er þú síðast stundaðir. Umsögn skólastjóra og vinnuveitanda. G.K.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.