Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Síða 16

Skinfaxi - 01.06.1979, Síða 16
Það var einu sinni kóngur sem átti allt, sem hægt er að óska sér, nema eitt. Hann átti ekki barn sem orðið gæti erfingi krún- unnar eftir hans dag. En hann þekkti þrjár dísir og dag nokkurn sendi hann eftir þeim. Hann sagði þeim frá þvi hver væri hans stærsta ósk, og dísirnar þrjár lofuðu að óskir hans skyldu verða upp- fylltar. Drottningin skyldi fæða barn og dísimar myndu færa því gjafir. Níu mán- uðum síðar varð mikill fögnuður í höll- inni. Drottningin hafði eignast son og dís- irnar færðu honum gjafir sínar. Fyrsta dísin sagði: — Þú skalt verða heimsins fegursti prins. önnur dísin sagði: Að auki skalt þú verða réttlátur og vitur. Þriðja dísin varð reið þegar hún heyrði óskir dísanna, því nú gat hún ekki fundið neitt gott í viðbót. Þess vegna sagði hún: „Til þess að þú verðir ekki drambsamur skulu vaxa asnaeyru á þig.” Hún sveiflaði töfrastaf sínum yfir dreng- inn og þótt kóngurinn bæði hana að taka bölbæn sína aftur, var ekkert hægt að gera. Dísirnar þrjár gengu burtu og fóm til síns heima og skömmu seinna fóm að vaxa asnaeyru úr höfði drengsins í stað venjulegra eyma. Veslings foreldrar hans gátu ekkert að- hafst því til vamar. En kóngur ákvað að enginn skyldi fá að sjá að drengurinn væri með asnaeyru. Hann lét sauma húfu sem skýldi eyrunum, hana mátti ekki taka af drengnum hvort sem var á nóttu eða degi. Drengurinn óx og varð fallegri með hverjum degi sem leið og enginn vissi að hann hafði eyru sem vom öðmvísi en á öðm fólki. Dag nokkurn var hann orðinn svo stór að tími var kominn til að klippa hann. Var því sent eftir rakara, og kóng- urinn sagði við hann: Ef þú segir einum einasta manni frá því sem þú sérð undir húfu prinsins, missir þú höfuð þitt. Rak- arinn klippti og snyrti prinsinn. Harni langaði óskaplega mikið til að segja frá því sem hann hafði séð, en hann var líka ánægður með lífið, og þess vegna sagði hann ekki neitt. Dag einn hitti hann gaml- an og virtan prest. framhald í nœsta blaði. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.