Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 23
í nóvember hóf félagið íþróttaæfingar í íþróttasal Húnavallaskóla. Þessar æfíng- ar eru fyrst og fremst ætlaðar eldri félags- mönnum, sem ekki njóta lengur íþrótta- kennslu á vegum skólayfirvalda. Ýmislegt er tekið fyrir á þessum æfing- um, m.a. blak, handknattleikur, knatt- spyrna, frjálsar íþróttir, þrekæfingar, leikfimi og lyftingar. Þótt nokkur breidd hafi verið í starfi fé- lagsins er langt frá því að við séum fylli- lega ánægð. Við höfum nefnilega þegar ákveðið að reyna að gera betur hvað snertir félagsstörf, útgáfustarf og ferða- lög. Með félagskveðju. — íslandi allt. — Karl Lúðvíksson formaður. Fréttirfrá félögunum Aðalfundur Umf. Biskupstungna var haldinn laugardaginn 14. april s.l. Fund- urinn var fjölsóttur og sýndu fundarmenn mikinn áhuga á starfsemi félagsins. Nú mun í fyrsta skipti hafa verið gefin út fjölrituð skýrsla fráfarandi stjórnar. Er það vel að stjórnir Ungmennafélaga gefi út svo merkilegt rit sem er Árskýrsla fé- lagsins. Því með þessu er verið að skrá sögu félagsins. Sveinn Sæland Espiflöt var endurkjör- inn formaður. Áheitahlaup Umf. Baldurs Hvols- hreppi fór fram 14.4. Alls voru hlaupnir 101,6 km, og hlauparar voru 24. Þorpsbú- ar tóku mikinn þátt í áheitaundirskrift- um, og er gott til þess að vita að þeir skuli hafa svo mikinn áhuga á að hjálpa til við uppbyggingu félagsins. Björgunarsveitin Dagrenning lánaði bifreið sina til aksturs á hlaupurum. 21. apríl fór fram í félagsheimilinu Flúðum frjálsíþróttamót milli þriggja fé- laga, Hrunamanna, Skeiðamanna og Gnúpverja. Hrunamenn unnu mótið, hlutu 172 stig. Hækkun áskriftargjalds---------------------------- Þrátt fyrir að verðstöðvun ,,gildi” nú í landi voru verður ekki hjá því komist að Skinfaxi fylgi í kjölfar annara tímarita og blaða og hækki áskriftargjald sitt. Það er þó reynt að halda þeirri hækkun í algjöru lágmarki enda ábyrgðahluti ef annað væri gert. En sem sagt, ágætu áskrifendur, gjaldið fyrir 1979 hefur verið ákveðið 1500 kr. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.