Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 18
Pálmi Frímannssoru íþróttameiðsli EFTIRMEÐFERÐ OG ENDURHÆFING Eftirmeðferðina má hefja 2 sólarhring- um eftir slysið og miðar hún að því að ná fullum bata á sem skemmstum tíma og halda þreki og kröftum eftir því sem kostur er. Á þessu eru þó misjafnir mögu- leikar. Við beinbrot á útlimum er t.d. oftast nauðsynlegt að leggja gibsumbúðir um lengri eða skemmri tíma og umbúðirn- ar stöðva yfirleitt hreyfingu í a.m.k. einum lið. Rýrna þá vöðvarnir sem hreyfa þennan lið og liðurinn sjálfur stirðnar óhjákvæmilega. Við tognun á liðbandi eða vöðva er tvennskonar meðferð beitt samtímis: hita- meðferð og að teygja varlega á liðbandinu eða vöðvanum. Mikilvægt er hinsvegar að forðast öll snögg og harkaleg átök þar til tognunin er að fullu gróin. Hitameðferð á að gefa a.m.k. einu sinni á dag í minnst 20 mínútur. Hana má gefa á ýmsan hátt. Heit böð í vatni er ein- föld aðferð og hægt að beita í heima- húsum. Sömuleiðis má nota hitapoka eða rafmagnspúða. Hljóðbylgjur er gott að nota við meiðsl sem liggja djúpt og nálægt beinum. Áhrifamesta hitameðferðin fæst með áreynslu á allan líkamann, en þá hækkar líkamshitinn allt upp í 39°C og þykkir vöðvar hitna allir jafn mikið. Áreynslan verður að vera þannig að ekki reyni of mikið á meiðslin. Skokk, sund og hjólreiðar henta best. Þannig má líka varðveita þrek og þol að nokkru leyti þótt reglulegar æfingar hætti í bili. Eftir upphitun á að teygja á tognaða liðbandinu eða vöðvanum þannig að dá- lítill sársauki finnist. Þetta verður að gera varlega til að auka ekki meiðslin og af sömu ástæðu verður að forðast öll harka- leg átök. Þessar teygjur gera örvefinn minni, tryggja að nýir bandvefsþræðir hafi rétta stefnu og hindra samvexti við nærliggjandi líffæri. Svona samvextir geta annars hindrað fullar hreyfingar og valdið langvinnum eymslum í kringum tognaða liðbandið. Gott er á þessum tíma að nota stuðn- ingsumbúðir til að hindra frekari meiðsl við harkalegt álag. Venjuleg teygjubindi gera mikið gagn. Einnig eru til teygjuum- búðir sem eru límdar á húðina og haggast þannig síður. En miklum vinsældum njóta líka teygjulaus límbönd (,,teip”) sem sett eru á meidda útlimi. Þessi teygju- lausu bönd eru þunn og fyrirferðarlítil og hindra t.d. ekki notkun á neinum skóm. Á þeim er sterkt lím sem ertir húðina dá- lítið.Þessvegna er ekki hægt að hafa þau á húðinni samfellt nema 2—3 sólarhringa. íþróttamenn setja þau gjarna á sig rétt fyrir æfingu eða keppni og taka þau aftur af um leið og þeir fara í bað. Ég hef nokkrum sinnum lagt slíkar umbúðir á í vikutíma samfellt, en nota þá grisjusokk undir þær. Þær virðast engu að síður gera mikið gagn, en erta þá ekki húðina. Meginreglan er að leggja þessi teygju- Iausu bönd samsíða meidda liðbandinu, þannig að þau komi i staðinn fyrir það. En til að festa umbúðirnar vel þarf að 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.