Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 5
SKINFAXI í SKÁLHOLTI Það var á þriðjudegi í byrjun apríl sem við Jón G. Guðbjömsson ritari UMFf og fulltrúi í skólanefnd Skálholtsskóla (lýðháskólans) og ritstjóri Skinfaxa, lögðum leið okkar, þangað upp eftir í fegursta veðri, það var áður en menn almennt voru farnir að búast við vori en okkur þótti góðviðrið þennan dag lofa góðu með framhaldið, þótt önnur yrði svo raunin. En þetta var um veðrið. Þegar okkur bar að garði, eins og blaðamenn taka gjarnan til máls, stóð yfir svo kallaður „Frjáls fyrir- lestur” og að þessu sinni var Guðmundur Einarsson að halda fyrirlestur um stofnun þá er hann starfar við, hjálparstofnun þjóðkirkjunnar. Var ekki annað að sjá en áhugi væri fyrir máli hans, þar sem af nemendum hvorki datt né draup. Eftir fyrirlesturinn svaraði Guðmundur fyrirspurn- um nemenda. Að því búnu var arkað niður í kjall- araholu nokkra eigi stóra þar sem sýna átti kvik- mynd tengda fyrirlestri Guðmundar. Ekki var á nemendum að heyra að þeir létu það á sig fá þótt þröngt væri þar niðri og lítið um þægilega stóla, settust þeir hver um annan þveran þar sem því var við komið, við Jón bárum okkur mannalega og dembdum okkur inn í þrengslin. Auðvitað fór sýn- ingarvélin ekki í gang, sem betur fer hugsuðu sumir, en rektor lýðháskólans sem bograði yfir vélinni, við skulum segja, allt- að því að segjandi eitthvað ljótt, leit upp og kvað ástandið ekki béisið og „pressan í heimsókn”, þótti Skinfaxa lofið gott. Það er skemmst frá því að segja að nokkru síðar var helmingur af nemendum farinn að Aratungu til æfinga á leikriti Sigurðar Péturssonar Narfa sem þau ætluðu að sýna þar næsta laugardagskvöld. Við Jón ákváðum því að skipta með okkur verk- um og ná tali af einhverjum nemendum áður en þeir slyppu allir frá okkur. „Ekki verið að læra undir próf" Þær heita Sigriður Bjarnadóttir 18 ára úr Borgar- firði og Margrét Harðardóttir 19 ára úr Hruna- mannahreppi og þær voru fáanlegar til að svara nokkrum spurningum ritstjórans um skólann og lifið þar. Hvers vegna þessi skóli? Ég vissi nú alltaf um skólann hér, þar sem ég er úr áæstu sveit við hann, og mig langaði til að halda ^fram í námi. Mér fannst hann heppilegur skóli til Þess að hugsa um hvað gera skyldi næst, segir Mar- Brét, en Sigríður sagðist hafa heyrt kynningu á skól- anum í útvarpsþætti, og „mig langaði til að læra eitthvað meira en var ekki viss og þess vegna sótti ég um hér”. Þær stöllur eru báðar með gagnfræðapróf og þegar þær eru spurðar hvort dvölin-4 Skálholti hafi dugað þeim til að ákveða sig um frekara nám þá kveða þasr svo vera, Sigríður segist ætla í iðnnám en Margrét ætlar 1 almennt bókanám. Og hveraig hefur þeim svo fallið vistin hér? „Mjög vel,” kvað strax við, skólinn hér er mjög frjálslegur og skemmtilegur segir Margrét, og námið sjálft skemmtilegra bætir Sigriður við, það er ekki verið að læra undir próf og meiri virkni nemenda en við höfðum áður vanist segir Margrét þá. Þær stöllur upplýsa að sumar reglur skólans séu settar I samráði við nemendur, og þær eru ekkert strangar segja þær, en það er þó nauðsynlegt að þeirra mati að hafa einhverjar reglur. Þær voru mjög ánægðar með „frjálsu fyrirlestr- ana” sem eru aUtaf eftir hádegi á þriðjudögum. Fyr- SKINFAXI 6

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.