Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 10
Glíman enn vinsæl? Fimmtudagskvöldið 22. febr. 1979 var háð kappglíma um svonefndan Kaup- félagsbikar í félagsheimilinu Ásgarði í Ásahreppi. Glimukeppni þessi er einn þátturinn í samstarfi ungmennafélaganna þriggja, hér á svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár, og fór fram á svonefndri fjölskylduskemmtun, sem haldin var þetta kvöld. Að þessu sinni voru keppendur 4, frá 2 félögum, 3 frá Umf. Ingólfi Holtahreppi og 1 fráUmf. Ásahrepps. Þettaer íþriðja sinn sem glímt er um þennan bikar, sem Kf. Rang. á Rauðalæk gaf tíl þessarar keppni og féllu vinningar þannig: Elías Pálsson Umf. Ingólfi 3 v. Ólafur Pálsson Umf. Ingólfi 2 v. Guðjón Tómasson Umf. Ásahrepps 1 v. Kristinn Guðnason Umf. Ingólfi 0 v. Elías Pálsson hefur unnið bikarinn í öll þjrú skiptin. Þessi glímukeppni fór fram við þröngar og og því ekki löglegar aðstæður, en samt við fögnuð áhorfenda, því enn nýtur glíman vinsælda meðal almennings, þótt fáir fáist til þess að æfa og keppa. Sunnudaginn 2. júlí 1978 var skjaldar- glíma HSK háð að Laugarlandi í Holta- hreppi. Þátttakendur voru 4, 3 frá Umf. Ingólfi í Holtahreppi og 1 frá Umf. Selfoss Úrslit urðu þessi: Ólafur Pálsson Umf. Ingólfi 3 v. Hafsteinn Steindórsson Umf. Self. 2 v. Elías Pálsson Umf. Ingólfi 1 v. Kristinn Guðnason Umf. Ingólfi 0 v. Ekki hefur verið glímt um Skarphéðins- skjöldinn í nokkur ár, en aðalhvatinn að því að nú var glímt um skjöldinn var sá, að fyrir 10 árum síðan á 60 ára afmæli Umf. Ingólfs í Holtahreppi gáfu 2 fyrr- verandi félagar og skjaldarhafar, þeir Skúli Þorleifsson Þverlæk og Steinn Guðmundsson Mykjunesi, félaginu bikar mikinn og fagran, sem verða skyldi glím- unni til eflingar á félagssvæðinu. Þannig að sá félagi Umf. Ingólfs sem næst ynni Skarphéðinsskjöldinn í glímu, og yrði þar með sá þriðji úr Umf. Ingólfi, sem það íþróttaefrek ynni hlyti bikar þennan til eignar. Eins og áður segir var það Ólafur Páls- son úr Umf. Ingólfi sem vann skjaldar- glímuna að þessu sinni og hlaut því bikar þennan til eignar, sem talinn er 2 kýrverð að verðmæti. Það má með sanni segja að bikar þessi hafi orðið glímunni til eflingar og meiri en gefendur óraði fyrir, þar sem hann varð raunverulega til þess að endurvekja keppni um Skarphéðinsskjöldinn. Og verður hún vonandi ekki aftur látin niður falla. Svo skemmtilega vildi til að glimukeppni þessi var háð á 70. starfsári Umf. Ingólfs, og af hreinni tilviljun á 65. afmælisdegi Skúla Þorleifssonar, annars gefenda bikarsins. K.J. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.