Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 11
BRACjl fréttsbríf 4/* útgáfustarfi Umf. Selfoss hefur hafið útgáfu frétta- bréfs sem koma skal út einu sinni i mán- uði kom fyrsta bréfið út í byrjun april. í inngangi formanns Umf. Selfoss Sigurðar Jónssonar segir m.a. að Braga sé ætlað að flytja fréttir af starfsemi Umf. Selfoss en auk þess að vera vettvangur gagnlegra skoðanaskipta. í þessu fyrsta bréfi greina hinar ýmsu deildir frá starfi sínu, úrslitum hinna ýmsu móta og fleira það er varðar starfið, ennfremur hvað framundan sé í nánustu framtíð. Fréttabréfið er borið inn á hvert heimili á Selfossi og þannig getur hver ein- asti íbúi fylgst náið með því sem efst er á baugi hverju sinni. Ritstjóri fréttabréfsins er Gísli Jónsson en ritarar deilda annast fréttamiðlun og dreifingu. Bragi er fjölritaður í brotinu A-5, þ.e. A-4 brotin saman, snyrtilega uppsettur og teiknimyndir lífga upp á útlitið. Afmælisrit Umf. Geisli í Aðaldal í S— Þingeyjarsýslu var 70 ára á síðasta ári, ef því tilefni gaf félagið út afmælisblað sem er samnefnt félaginu. I afmælisblaðinu sem er fjölritað og teikniskreytt eru fjöl- margar greinar og viðtöl sem veita innsýn í starf félagsins í gegnum árin. Þá lýsa nokkur ungmenni því fyrir lesendum hvers vegna þau séu í Ungmennafélaginu Geisla í dag. Fremst í ritinu eru tvö lög uppsett með nótum og heita þau Geislinn þinn og Geisla polki. í heild má segja að vel hafi til tekist með útgáfu þessa rits, þótt því verði ekki neitað að blaðið hefði orðið álitlegra prentað, en miðað við að það er fjölritað þá mega þeir Geislamenn vel við una. Frumleg forsíða, sem er prentuð, nýtur sín ekki nógu vel vegna lita samvals. í rit- nefnd voru Guðný Gestsdóttir, Gunn- laugur Árnason, Hanna Guðnadóttir, Hermann Hólmgeirsson og Indriði Ketils- son. Teiknarar: Gígja Þórarinsdóttir, Alma Ævarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Eyja Einarsdóttir og Hanna Dóra Her- mannsdóttir. Útgáfudagurer 31. mars 1979. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.