Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 7
Reykjavík. Fyrst reyndum við að komast að þvi, hvers vegna Skálholtsskóli hefði orðið fyrir valinu. Kári var óráðinn í, hvað gera skyldi að loknum skóla heima fyrir. Stóð á krossgötum, svo orðrétt sé haft eftir. Faðir hans benti honum á þennan möguleika. Á meðan er hægt að svipast um, að hverju skuli stefna, en afla sér alhliða menntunar jafnframt. Sig- urður B. hafði svipaða sögu að segja, en var þó bú- inn að reyna menntaskóla hálfan vetur, en felldi sig ekki við hina fastmótuðu og hefðbundnu kennslu- hætti þar. Að fenginni reynslu gatzt þeim vel að starfsháttum lýðháskólans og því valfrelsi um náms- greinar, sem þar er. Sigurður B. sagðist ekki heldur hafa kynnst heimavistarskóla fyrr og líkaði vel. Þetta væri eins og stór fjölskylda og andinn góður í skólanum, rólegt og óþvingað andrúmsloft. Um fé- lagsstarf sagði Kári að haldnar væru kvöldvökur einu sinni í mánuði, undirbúnar af nemendum. Um helgar væri yfirleitt eitthvað um að vera, meira og minna. Skiptinemar frá öðrum löndum kynntu sín heimalönd og þjóðir. Annað slagið væru málfundir. Umræðuefni eru af ýmsum toga og þátttaka i um- ræðum vaxandi. Fundarstjóri hvers fundar hefur verið valinn á næsta fundi á undan og ræður um- ræðuefni þess fundar, sem hann stjómar. Allir tóku þátt í félagsmálanámskeiði UMFÍ. Þá eru farnar náms- og kynningaferðir tU Reykjavíkur, á söfn, í leikhús o.fl. Sigurður B. taldi það oflof, að segja íþróttaaðstöðuna bágboma. Hún væri hreinlega alls engin, ef frá væri talið borðtennisborð í forstof- unni. Hins vegar væru nemendur ekki alveg afskiptir á íþróttasviðinu. Þeim væri ekið að Aratungu í sund og leikfimi, sem væm valgreinar. En Sigurði, sem mun vera íþróttafrömuður skólans, fannst það bagalegt, að ekki skuli vera fyrir hendi íþrótta- aðstaða við skólann. Slík aðstaða kæmi að góðum notum í frítimum, auk þess sem kennsla á staðnum nýttist mun betur. Um bóklega námið sögðu þeir fé- lagar, að það byggðist á ákveðnum skyldukjarna og valfrjálsum greinum að öðra leyti. Einu sinni í viku væru fyrirlestrar utanaðkomandi manna um efni, sem væra eins margvísleg og mennirnir sem þá flyttu. Þeir töldu nám og starf í Lýðháskólanum í Skálholti vera þroskandi og hafa góð áhrif, en höfðu þann fyrirvara, að e.t.v. væru aðrir betur dómbærir á það. Eigin framfarir væri erfitt að meta. Undir lokin sýndu þeir okkur skólablaðið, sem ber heitið ísleifur og kemur út tvisvar á vetri. Við urðum þús- undkallinum fátækari, en hrepptum í staðinn sitt hvort eintakið af ísleifi, sem reyndist hið forvitnileg- asta lesefni. Beztu þakkir til Sigurðar Kára og Sig- urðar B. fyrir spjallið. Sigurður B. og Sigurður Kiri og auðvitað vitum við ekki hvor er hvor. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.