Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 8
Yfirforeldramir Heimir Steinsson og Dóra Þórhallsdóttir. Viðtal við séra Heimi Steinsson: Alþýðumenningin sem verið er að hefjatil vegs Eftir að hafa rabbað við nemendur, göngum við Jón til bústaðar rektors sem er skammt frá skóla- byggingunni. Þegar við höfum gætt okkur á kræs- ingum um stund er tekinn upp penni og blað og rekt- orinn spurður um upphafsár skólans. Það var byrjað 1972 og fyrstu árin var þetta rekið sem tilraunastarf á vegum kirkjuráðs, en skólinn hafði engan lagalegan grundvöll, heldur var hér að- eins verið að fullnægja kirkjusjóðsákvæði og var svo fyrstu fimm árin að kirkjan greiddi allan kostn- að við reksturinn.. í upphafi gerðum við okkur von um að sett yrðu lög um lýðháskóla, sem byggð væri á sama grundvelli og almennt gerist á hinum Norð- urlöndunum. Ég lagði strax 1972 ,drög að frumvarpi um lýðháskóla fyrir þáverandi menntamálaráð- herra, og þá voru góðir menn innan þings og utan að vinnaað þessu. í tíð Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráð- herra eru svo þessi drög dregin fram og afgreidd sem lög 2. maí 1977 og komu svo til framkvæmda 1. 8 janúar 1978. Það má segja að það hafi verið nokkuð dramatískt að 30. apríl 1977 þegar ég sleit hér skóla, gat ég þess að drögin væru í meðferð þingsins eh tveimur dögum seinna voru lögin afgreidd. Skólinn er frjáls og utan kerfisins án prófa eh studdur af ríkinu að langmestu leyti en kristinsjóður greiðir það sem upp á vantar eða með öðrum orðum, kennaralaun eru greidd að fullu af ríki og önnur út- gjöld 80%. Við fengum strax á fjárlögum '12 fjárveitingu til byggingar hér og eftir það og fram til 1977 voru þetta um 5 milljónir á ári. En hér var byrjað að byggja 1970. Fyrsta veturinn, vorum við með skól- ann í sumarbúðum þjóðkirkjunnar, sem eru hér skammt frá, en næsta vetur var byggingin tekin í notkun að hálfu, þ.e. skóli og mötuneyti en nemend- ur sváfu niður í sumarbúðum. 1974 er svo byrjað hér fyrir fullt og allt í nýja húsnæðinu. SKINFAXI Húsakostur — uppbygging Frjáls og utan kerfis

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.