Skinfaxi - 01.06.1979, Blaðsíða 22
Fréttir frá Umf. Geislum,
Hafa ákveðið að
gera betur
Stofnfundur félagsins var haldinn að
Húnavöllum 2. febr. 1978. Á þessum
stofnfundi voru mótaðar og samþykktar
reglur fyrir félagið, kosið í stjórn og
nefndir og tekin ákvörðun um árgjald fé-
lagsmanna. Einnig var rætt um ung-
mennafélagsmál og framtíðarhorfur þessa
félags.
Eins og sjá má á „embættismannatali”
félagsins var kosningu þannig háttað að
alls staðar völdust saman nemendur og
fullorðnir til samstarfs, bæði í nefndir og
stjórnir. Var þetta gert með það fyrir
augum að hinir yngri gætu numið af
hinum eldri og orðið þannig hæfari til
þess að taka við þegar þar að kemur.
Fljótlega eftir stofnfundinn voru regl-
urnar fjölritaðar og sendar öllum félags-
mönnum sem þá voru 105 talsins. Einnig
var fyrrnefnt „embættismannatal” fjöl-
ritað og sent út, en það er skrá yfir þá sem
kjörnir voru í stjórnir og nefnd-
ir. Félagið á nú sitt merki og félagsbún-
ing. Meir en helmingur félagsmanna eiga
nú sinn félagsbúning og merki félagsins.
íþróttanefnd annaðist innanféiagsmót
á skíðum í Reykjanibbu í febrúar.
Skömmu seinna hélt skemmtinefnd
kvöldvöku í Húnavallaskóla. Meðal efnis
var hljóðfærasláttur og söngur sem góðir
gestir stjómuðu, verðlaunaafhending
fyrir skíðamótið og ýmsir leikir.
í maí var haldinn stjórnarfundur, þar
sem fyrirhugað samarstarf var rætt og
skipulegt. Dreifibréf var síðan sent til
allra félagsmanna þar sem niðurstöður
fundarins voru kynntar sem nokkurs
konar sumaráætlun. Þar kom fram vænt-
anlegt fyrirkomulag æfinga, mótaskrá
USAHo.fi.
Innanfélagsmót í sundi var haldið 30.
júní að Húnavöllum. Félagið tók þátt í
öllum mótum á vegum USAH. íþróttaæf-
ingar sem haldnar voru á Blönduósi voru
vel sóttar og virtist dreifbýlisaðstaða
okkar þar engu skipta.
Sjálfboðavinna var lögð fram við skóg-
ræktarvinnu að Gunnfríðarstöðum í
sumar og mættu þar 26 félagsmenn úr
Geislum ásamt fjórum gestum á þeirra
vegum.
Félagið lagði til skemmtiatriði á Hús-
bændavöku USAH og annaðist eina
kvöldvöku í Ungmennabúðum USAH.
Til þess að gera eitthvað sérstakt fyrir
aldraða keypti félagið jólagjafir og gaf
öllum 75 ára og eldri á félagssvæðinu.
í Húsbyggingarsjóð UMFÍ gáfu Geislar
kr. 10.000.00. Fjöldi félagsmanna er
áskrifandi að ritinu Skinfaxi, einnig félag-
ið sjálft.
Til er þó nokkuð af minningum í mynd-
um sem félagið geymir í myndaalbúmi í
vörslu formanns.
22
SKINFAXI