Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Síða 6

Skinfaxi - 01.12.1979, Síða 6
íþróttagreinar sem fela í sér áreynslu af þessu tagi, t.d. knattleikir, eru hollar og gagnlegar, en greinar eins og spretthlaup, stökk og köst eru meira i ætt við kraft- þjálfun. íþróttir eins og golf gefur mikla hreyfingu en tæplega nóga áreynslu sam- fellt til að kallast þolþjálfun. Jákvæð áhrif þolþjálfunar Hjarta og æðakerfi. Mikið er rætt um að kyrrsetur séu hættulegar hjartanu og auki líkur á hjartasjúkdómum. Þol- þjálfun ætti því að hafa góð áhrif til varn- ar þessum sjúkdómum og margt bendir líka til þess, þótt tölfræðilega öruggar staðreyndir liggi ekki fyrir. En það eru margir þættir, sem auka áhættu á krans- æðasjúkdómum, og aukin hreyfing og þolþjálfun hefur áhrif á marga þeirra. Sykursýki veldur aukinni æðakölkun og kemur oft hjá offeitu fullorðnu fólki sem afleiðing lítillar brennslu og óhófs í mataræði. Nýlegar rannsóknir sýna, að þeir sem borða lítið og brenna litlu eru lík- legri til að fá sykursýki og kransæðastíflu en þeir sem brenna miklu og borða mikið, jafnvel þó þeir séu feitari en hinir. Það er augljóslega vegna hollustuáhrifa hreyf- ingar og áreynslu, sem eykur brennsluna. Offita skaðar annars heilsuna á ýmsan hátt, þótt hún sé sjaldan mjög hættuleg. Fólk hefur líka fremur áhyggjur af því að hún skaði útlit þeirra en heilsu. Aukin hreyfing er öflugt vopn í baráttunni við Þessi unjja dama nolar ekki takkaskó »)> á þvi ekki á ha'llu aó snúa á sér hnén. 6 SKIIUFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.