Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 11

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 11
stöðum kemur í ljós að Garðbæingar verða fyrir 1165 króna kostnaði á hvern baðgest á árinu 1978 og eru þar hæstir en Neskaupstaðabúar fylgja fast á eftir með 1110 króna kostnaði. Minnstur er kostn- aður á hvern baðgest í sundlaug Vestur- bæjar 192 kr., en sé litið út fyrir Reykja- víkursvæðið, þar sem fjöldinn er mestur, er sundhöll Siglufjarðar með minnstan kostnað 257 kr. þar á eftir koma Akureyri með 263 kr. og Selfoss 296 kr. kostnað á hvern baðgest á árinu 1978. Umfang þjónustu spilar hér sterklega inn í, svo og jarðhitanýting. En hverjir töpuðu mest á árinu 1978. Þar eru Garðbæingar aftur fremstir í flokki með 1148 kr. tap á hvern baðgest en Neskaupstaðarbúar bera 954 kr. tap og Seyðfirðingar 908 kr. Minnsta tapið verður aftur á móti hjá sundstöðum í Reykjavík í Laugardal 82 kr., og Vestur- bæjarlaug 53 kr. en á landsbyggðinni sleppa Húsvikingar með minnsta tap 124 kr. á hvern baðgest en Siglfirðingar koma næst með 126 kr. tap, og þar næst Selfyss- ingar með 166 kr. tap á hvern baðgest. Margt fleira væri hægt að tína til úr þessum fróðlegu töflum en þetta verður látið nægja að þessu sinni. £& Sumarbúðir S HSK Dagana 19. júní til 3. júli s.l. stóð Hér- aðssambandið Skarphéðinn fyrir sumar- búðum í Barnaskólanum á Laugarvatni. Haldin voru tvö námskeið, sem stóðu í eina viku hvort. 90 börn á aldrinum 7—14 ára sóttu námskeiðin svo til jafnt af báðum kynj- um. Um aðstöðu fyrir svona námskeið á Laugarvatni þarf ekki að fjölyrða, hún er alveg frábær, þar er allt sem til þarf, auk þess að umhverfi allt er mjög þægilegt og fagurt. Ekki er að efa að sumarbúðarekstur fyrir börn á þessum aldri er mjög nauð- synlegur, má í því sambandi nefna að þarna fá börn tilsögn í íþróttum, læra að umgangast hvort annað og taka tillit til fleirri en sjálfra síns. Auk þess voru börn- in látin hjálpa til í eldhúsinu, jafnt strákar og stelpur og taldi ekkert barnanna það eftir sér. Eftir þá reynslu sem varð af sumarbúð- unum s.l. sumar, má fullvíst telja að áframhald verði á slíkum rekstri. Sumarbúðastjórar voru Kjartan Lárus- son og Hreinn Þorkelsson, matráðskona var Auður Waage. Eru þeim, svo og öllum sem veittu liðsinni sitt við sumar- búðir s.l. sumar, færðar bestu þakkir. Hópur á sumarbúóum H8K. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.