Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1979, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.12.1979, Qupperneq 12
HAFSTEINS- HUgleÍðÍflg Uttl SON BIKARKEPPNI FRÍ 1., 2. og 3. deild Oft er litið á Bikarkeppni FRÍ sem nokkurs konar prófstein á hvernig unnið er að frjálsíþróttamálum í þeim sambönd- um sem þátt taka í keppninni. Nú þegar keppnistímabilinu er lokið og vetraræf- ingar taka við er ekki úr vegi að líta aðeins á hvernig frammistaða ungmennafélag- anna var í þessari prófraun ársins, Bikar- keppni FRÍ 1979. 1. deild Fulltrúar ungmennafélaganna í 1. deild voru frá UMSK og HSÞ. UMSK menn hafa ætíð staðið vel fyrir sínu í 1. deild. Sigruðu þeir t.d. árið 1971, urðu síðan í öðru sæti nokkrum sinnum. En nú er farið að halla undan fæti hjá UMSK, því lið þeirra hafnaði nú í fjórða sæti í 1. deild. Þróunin er sem sagt ekki í rétta átt og má mikið vera ef UMSK liðið þarf ekki að berjast af hörku fyrir sæti sínu í 1. deild næsta sumar. En þó svo liðið sem heild hafi ekki þróast í rétta átt, þá eru innan vébanda þess efnilegt frjálsíþrótta- fólk sem er á uppleið. í því sambandi nægir að nefna Jóhann Sveinsson, Lúðvík Björgvinsson, Thelmu Björnsdóttur, Hrönn Guðmundsdóttur og Helgu A. Árnadóttur. HSÞ, Suður-Þingeyingar kepptu einnig í 1. deild að þessu sinni. Samdóma álit margra sem til Þingeyinganna sáu í keppninni var að sjaldan hefðu þeir mælt með jafn lélegu og daufu liði. Þingeyingar hafa greinilega glatað þeim skemmtilega 12 krafti og baráttuanda sem hefur einkennt þá svo lengi. Vitað var að róðurinn yrði erfíður að þessu sinni en vonir Þingeyinga urðu mjög litlar, þegar ljóst var að þeir gætu ekki teflt fram sínu sterkasta liði. En það afsakar samt ekki það sinnuleysi for- ystumanna HSÞ, að senda liðið til keppni án liðsstjóra og þjálfara. Slíkt telst kæru- leysi og óvirðing við keppendur sam- bandsins sem þó lögðu sig alla fram um að halda merki sambandsins á Iofti. Það varð sem sagt hlutskipti Suður- Þingeyinga að falla niður í 2. deild að þessu sinni. Ljóst er að forysta HSÞ þarf að endurskoða stefnu sína hvað varðar frjálsíþróttirnar. Ég vil minna Þingeyinga á þrjú atriði sem vonandi vekja þá til um- hugsunar og aðgerða: 1. HSÞ féll úr 1. deild í 2. deild 1979. 2. HSÞ sendi engan þátttakanda til keppni á Meistaramóti Islands 14 ára og yngri sem fram fór art Eiðum í sum ar. 3. HSÞ var aðeins með! 11 þátttakendur á Meistaramóti íslands 15—18 ára, sem þó fór fram á Húsavík. Gott væri fyrir Þingeyinga að líta einnig á hvernig þeirra unglingar standa miðað við önnur sambönd, sem þátt tóku í keppninni. Lokastaöa í 1. deildinni varð þessi: nr. 1 ÍR 145 stig — 2. Á 128 stig — 3. KR 109stig — 4. UMSK 107 stig — 5. FH 88stig — 6. HSÞ 65stig SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.