Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Síða 19

Skinfaxi - 01.12.1979, Síða 19
Félagsmálaskóli UMFÍ var stofnaður 1. febrúar 1970 og hefur hann frá upphafi sinnt fjölþættri félagsmálafræðslu með stuttum námskeiðum um land allt. Nám- skeiðin hafa verið öllum opin, og sótt af fólki af báðum kynjum og á öllum aldri. Á sl. skólaári voru 20 félagsmálanám- skeið haldin og sóttu þau samtals 264 þátttakendur. Frá stofnun skólans hafa 179 námskeið verið haldin með 2980 þátt- takendum. Þann 3. nóvember 1978 var sett á fót sérstök skólanefnd til að annast stjórn skólans og var Guðmundur Guðmunds- son Reykjavík formaður hennar. Á því liðlega ári sem síðan er liðið hefur ýmis- legt verið gert af hálfu nefndarinnar. Gefin hefur verið út kynningarbæklingur þar sem greint er frá skólanum, tilgangi hans og starfsþáttum og námskeiðsfram- boði, þá hefur nefndin látið hanna ný þátttökuskírteini, í undirbúningi er útgáfa á nýju kennsluhefti um ungmennafélags- hreyfinguna. Samin hefur verið ný reglu- gerð fyrir skólann og var hún samþykkt á síðasta þingi UMFÍ. Þá hefur nefndin tekið saman skrá yfir alla þá sem hlotið hafa félagsmálakennararéttindi í þeim til- gangi að hafa ætíð samband við nægilega stóran hóp kennara sem reiðubúinn sé að taka að sér félagsmálakennslu á vegum skólans. Veturinn er sá tími sem notaður er til námskeiðahalda, það sem af er þessum vetri hafa 6 félög haldið námskeið og fyrirhuguð eru námskeið hjá þó nokkrum félögum á næstunni. Þeim ungmennafé- lögum, sem hyggja á námskeiðahald er bent á að hafa samband við skrifstofu UMFÍ. Skólanefnd félagsmálaskólans skipa: Guðmundur Guðmundsson, Diðrik Harladsson, og Finnur Ingólfsson. Guflmundur GuAmundsson skólasljóri félagsmálaskóla UMKÍ. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.