Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 14
Þann 26. júlí flaug 18 manna hópur unglinga á vegum UMFI frá köldum ströndumFróns í átt til suðlægari landa. Fyrirheitna landið var Skyum Itretsefterskole á N-Jótlandi í Danmörku. Erind- ið var að taka þátt í norrænni ung- mennaviku sem haldin skyldi á staðnum. Mótttökunefnd tók á móti okkur á Alaborgarflugvelli og vísaði til sætis í langferðabíl sem fyrir var hlaðinn slatta af Norðmönnum. Þaðan var ekið rakleiðis til síðasta áfangastaðar þar sem haflst var handa við að kynna forystulið mótsins og sýna okkur húsakynnin. Eftir þær seramoníur hófu þcir sem sótt höfðu fyrri ungmennavik- ur að svipast um eftir vinum og kunningjum. Við viðvaningarnir sem vorum í fyrsta sinnið á slíku móti ýmist góndum við vand- ræðalega í kringum okkur eða burðuðumst við að brydda upp á samræðum við ókunnuga af ýmsu þjóðerni, af nógu var að taka því þarna voru saman komin nálægt 100 manns frá öllum Norðurlönd- unum ásamt dönskum Suðurslés- víkingum. Auðveldast var að komast í kynni við vana ungmennaviku- fara, þeir voru ákaflega óheftir og opnir og hjálpuðu okkur yfir fyrsta, og held ég megi segja, eina hjallann með framkomu sinni einni saman. Eftir kvöldverð var farið í Greinarhöfundur, Kári Gyffason, ad fá sér í svanginn á milli mála. Med honum á myndinni er Slésvíkurbúi. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.