Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 17
Dönsk stúlka, Bodil, leiðbeindi í mál- arahópnum. eða út í skóg. Ekki verður skilið við þessa dásamlegu nætur án þess að minnast ýmissa tveggja og tveggja sem hurfu sjónum ann- arra um lengri eða skcmmri tíma. Því ástin blómstraði í ríkum mæli í Skyum. Ymsir gætu ályktað af því sem framan er skráð að dagskráin haíi verið ströng og erfið. Vaði einhver í þeirri villu er rétt að taka það fram, að hún var mjög vel skipu- lögð með hæfilega löngum atrið- um og góðum hvíldum. En um- fram allt skemmtileg og hæfilega laus í reipum t.d. þegar veðrið var óvenju gott var gefið frí frá skipu- lagi, en veðrið var það eina sem „brást” okkur en ekki þýðir að tauta um það. En snúum okkur nú að því sem ekki var inni í daglegri rútínu. Þá er fyrst að nefna langa rútuferð sem stóð allan þriðja daginn og var víða komið við s.s. í Víborg þar sem við fengum góðan tíma til innkaupa eða hvers annars sem við vildum. Síðan var rcnnt up|t að íþrótta- kennaraskóla þar í nágrenninu og hann skoðaður af miklum áhuga. Afram var ekið vítt og breitt og mannvirki allt frá félagsmiðstöð til grafhaugs gegnumlýst. Að endingu höfnuðum við í Billund þar sem spásserað var um Lególand og kvöldmatur snædd- ur. Á eftir skiptum við okkur í fjög- urra manna hópa ca. einn frá hverju landi, var síðan farið í heimsókn inni á heimili þar sem við dvöldumst við rómgóðar veit- ingar drjúga stund áður en ekið var heimleiðis. Þangað brunuð- um við í einni striklotu, aðeins einu sinni var stoppað til að pissa. Flestum fannst ferðin helst til löng enda var farið að hátta undir lokin. Þó kom það ekki í veg fyrir að harkalið mótsins hélt uppi fjöri langt fram á nótt. Á fjórða degi kom stúlknafót- boltalið frá nágrenninu í heim- sókn og háði leik við stúlkur okk- ar. Rétt er að taka fram að heima- liðið naut fulltingis pilts frá Suð- urslésvík sem stóð í markinu. Gestirnir sigruðu með einu marki gegn engu og segja má að úrslit hafi verið sanngjörn. Víkjum nú að kvöldvökunum aftur því ekki verða þær nefndar án þess að minnast einnar norskr- ar stúlku sem ásamt fararstjóra sínum söng „Kjerlinghetsvisen” bjartri og heillandi röddu sem bræddi hjörtu allra viðstaddra. Viðlag söngsins: „Ingen er sá god som du”, varð að einkunnar orð- um mótsins og meinti þá hver sína eftirlætisfélaga. Síðasta daginn fengu þátttak- endur að gera tillögur um næstu ungmennaviku, sem verður hér á klakanum næsta sumar, og um kvöldið var veisla með skemmti- atriðum sem við sjálf sömdum og framkvæmdum og loks var slegið upp því mesta stuðballi sem sögur fara af. Auðvitað hlaut því að ljúka um síðir en hver nennti að sofa á slíkri nóttu? Þótt tónlistin þagnaði hélt fjör- ið áfram fram undir morgun. Hápunktur næturinnar var fjöldabrúðkaup þar sem pör mótsins voru umvörpum gefin saman. Þá leit dagsins ljós fyrsta Norska hóp-sex hjónabandið svo eitthvað sé nef'nt. Að endingu rann síðasti morg- Þátttakendur eiga audvelt med aö kynnast innbvrðis. Þarna er íslenskur piltur og stúlkur frá Noregi og S-Slésvík. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.