Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 25
eru í Mosfellssveit og Garðabæ og
verið er að byggja íþróttahöll í
Kópavoginum. III. deild kvenna
leika lið frá öllum þessum félögum
og einnig senda þau lið í alla yngri
kvenna flokkana.
Iþróttafélagið Grótta, Seltjarn-
arnesi, leikur í III. deild en var
fyrir nokkrum árum í I. deildinni.
Félagið missti mikið af mannskap
á stuttum tíma og féll úr þeirri
deild. A undanförnum árum hef-
ur félagið verið að byggja upp nýj-
an m.fl. og er nú líklega ekki langt
í að þeir komist upp í II. deild.
Líkt og hjá hinum félögunum inn-
an UMSK eru þeir með alla
flokka í Isl.mótinu nema þeir eru
ekki með m.fl. kvenna.
Innan UMSB er eitt félag sem
sendir lið í Islandsmótið, Umf.
Skallagrímur Borgarnesi. I ár
senda þeir í fyrsta skipti lið í
deildakeppnina og leika þeir í 111.
deild. Auk þess leika 3. og 4. fl.
karla í mótinu. I Borgarnesi er
nýtt íþróttahús og því líklegt að
þeim takist að byggja upp hand-
knattleikinn þar.
Hjá UMSE er það Umf'. Svarf-
dæla Dalvík, sem sendir lið í Is-
landsmótið. Lið félagsins í m.fl.
leikur í III. deildinni og hefur gert
svo um nokkura ára skeið. Þá
leika 4. og 5. fl. félagsins einnig í
mótinu.
X’ölsungur, Húsavík sendir 2.
og 3. 11. kvenna í mótið og er það
minni þátttaka en oft áður. Það
kemur á óvart að þeir eru ekki
með m.fl. kvenna í mótinu. A
landsmótum UMFÍ hefur HSÞ
átt hörkukvennaliði á að skipa
sem hefur verið myndað úr Völs-
ungi. Handknattleiksmcnn á
Húsavík búa við slæma aðstöðu
þar sem íþóttahús þeirra er lítið,
en von er á nýju húsi.
Hjá LIIA er, eins og áður hefur
komið fram, mikill fjöldi hand-
knattleiksiðkenda. Þessi fjöldi
skilar sér ekki með þátttöku í Is-
landsmótinu því það eru aðeins
tvö félög, Þróttur Neskaupstað og
Huginn Seyðisfirði, sem taka þátt
í mótinu. Hvort lið sendir 2. og 3.
fl. kvenna í mótið. Fleiri félög
stunda íþróttina á Austfjörðum
og voru t.d. fimm félög er tóku
þátt í síðasta héraðsmóti þeirra.
Þar var keppt í þrem flokkum
bæði karla og kvenna.
Á Höfn í Hornafirði er nýtt
íþróttahús. Þar starfar Umf.
Sindri sem tekur nú þátt í Isl.mót-
inu 2. og 3. fl. kvenna. Líklegt má
teljast að þeir sendi fleiri llokka á
næstu árum þegar þeir hafa æft
upp íþróttina.
Umf. Selfoss er eina aðildarfé-
lag HSK sem tekur þátt í Isl.mót-
inu. Að öllum líkindum er stutt í
að Hvergerðingar sendi einnig
einhverja flokka í mótið þar sem
þeir hafa byggt íþróttahús. A Sel-
fossi er góð aðstaða fyrir hand-
knattleik og mikil gróska í honum.
Meistaraflokkur karla spilar nú
að nýju í III. deildinni, þeir tóku
fyrst þátt í henni fyrir tveim árum
en voru ckki með á sl. vetri. M.fl.
kvenna leikur í II. deildinni og
einnig senda þeir alla yngri flokka
í mótið, þannig að handknattleik-
ur virðist hafa skipað sér fastan
sess í íþróttum bæjarins.
Umf. Grindavíkur sendir ein-
ungis kvennaflokka í mótið, m.fl.
sem leikur í II. deild og 2. og 3. fl.,
enda er aðstaðan ekki góð fyrir
handknattleik.
I Njarðvík er aftur á móti ágæt
aðstaða en ungmennafélagið á
staðnum sendir nú aðeins yngsta
II. í mótið 3. og 4. fl. karla og 2. og
3. fl. kvenna. Þessir tveir bæir eru
etv. í sérstöðu þar sem körfuknatt-
leikur hefur mikið forskot á hand-
knattleik og á hann því í vök að
verjast.
Þá hefur verið fjallað lítillega
um þau 14 félög sem taka þátt í
Islandsmótinu. Mun fleiri félög
um allt land leggja stuncl á hand-
knattleik sem t.d. kemur glöggt
fram á landsmótum UMFI. Einn-
ig er.að sum félög geta ekki ráðið
við þann gífurlega kostnað er fylg-
ir að senda íþróttahópa í aðra
landshluta til keppni. Vonandi er
að nógu mörg félög taki þátt í
mótum þannig að hægt sé að
skipta þcim eftir landshlutum í
ríkara mæli en nú er.
S.P.
Meistarafl. HK sem nú spilar í I. deild
SKINFAXI
25