Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 24
Handknattleikur ungmennafélaganna Hér á eftir gefur að líta greinar- korn um þátttöku sambandsaðila UMFI í Islandsmótinu í hand- knattleik. Iðkendum í handknattleik fer sífellt (jölgandi hjá aðildarfélög- um UMFI. A síðasta vetri voru iðkendur um þrjú þúsund talsins. Að öllum líkindum eru þeir lleiri nú þar sem fleiri sambandsaðilar taka þátt í íslandsmótinu en í fyrra. Iðkendur s.l. vetur voru hjá UMSK um 900, hjá ÚÍA tæplega 600 og hjá HSK rúmlega 400 en hjá öðrum samböndum mun færri. fjöldinn hjá UMSK er fyrst og fremst vegna íþróttahúsanna á svæðinu. Það kemur á óvart þegar born- ar eru saman tölur um iðkendur hjá konum og körlum að karlar er um 300 fleiri. Lengi hefur verið álitið að konu iðkuðu íþróttina meira hjá aðildarfélögum UMFÍ en karlar. A landsmótum UMFÍ, sem eiga að sýna þverskurð af starfi félganna, hefur því einungis veið keppt í handknattleik kvenna. Því vaknar sú spurning hvort ekki sé tími til kominn að keppt verði í handknattleik karla á landsmóti. Það sem stendur íþróttinni aðallega fyrir þrifum úti á landi er hversu fá nægilega stór íþróttahús eru fyrir handknattleik. Þeim félögum sem senda lið til keppni í íslandsmóti HSÍ fer allt- af íjölgandi og eru nú 14 af aðild- arfélögum UMFÍ sem taka þátt í því móti. En lítum aðeins að þessi 14 lið og byrjum á UMSK. Það eru fimm innan þess sambands sem taka þátt í mótinu; HK, UMFA, UBK, Umf. Stjarnan og Grótta. Handknattleikslclag Kópavogs sendir alla llokka til keppni í ís- landsmótið. Meistarafl. karla leikur í 1. deild eitt aðildarfélaga UMFÍ og er það mjög góður ár- angur í hinni hörðu deildakeppni og hjá ekki eldra félagi. HK vann mjög gott afrek fyrir nokkrum ár- um er þeir sigruðu III. deildina og árið eftir II. deildina og voru í því komnir upp í þá I. með aðeins eins ár stoppi í II. deildinni. Ungmennafélögin Afturelding úr Mosfellssveit, Breiðablik í Kópavoginum og Stjarnan úr Garðabænum leika öll í II. deild- inni í m.fl. karla. Oll þessi félög cru tiltölulega ný komin upp úr III. deild. Stjarnan lék þar á síð- asta keppnistímabili og sigraði dcildina glæsilcga. Ekki er ólík- legt að eitthvert af þessum félög- um leiki í I. deildinni næsta vetur. Þessi félög þurfa ekki að örvænta um framtíðina þar sem vel cr búið að yngri flokkunum. íþróttahús 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.