Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 23
Magndís spilar undir fjöldasöng á
landsmótinu.
námskeið haía verið haldin og eru
fleiri í undirbúningi. A vegum
HSH hefur verið gefið út frétta-
bréf í sumar, því hefur verið dreil't
á hvert heimili í hcraðinu. Frétta-
bréfið hefur hlotið góðar viðtökur
og teljum við það mjög gagnlegt
fyrir allt starfið.
Því er eins farið hjá HSH eins
og mörgum öðrum samböndum
að erfitt er að láta enda ná saman.
Því fórum við út í að gefa út skatt-
skrána, en það skilaði því miður
ekki þeim árangri sem við var bú-
ist. Eitt af því sem við gerðum
bæði til að klóra í bakkann Ijár-
hagslega og til að létta okkur upp í
byrjun vetrar, var að halda
Harmonikkudansleik. Stofnað
var Band í miklum flýti til að leika
fyrir dansi. Auk þess að spila fyrir
ekki neitt, þá hélt Bandið uppi svo
miklu Ijöri að nærri liggur að
menn telji þörf á að panta miða
fyrir næsta Harmonikkudansleik
strax.
Síðastliðið vor var í fyrsta skipti
kosið í Skíðaráð HSH og eru mikl-
ar vonir bundnar við það. Fyrsta
skíðaaðstaðan á Nesinu er nú að
rísa á Fróðárheiði.
Skák
Helgarskákmót var haldið á
Hellissandi 13.-15. nóv. síðastlið-
inn, að mótinu stóðu Tímaritið
Skák, HSH, Umf. Reyniro.fi. Þar
tefldu um fimmtíu manns þrátt
fyrir slæmt veður og ófærð. Þar
voru meðal annars margir af
helstu skákmönnum þjóðarinnar.
Yngri kynslóðin lét heldur ekki
sitt eftir liggja enda teílt í vígi
þcirra, nýju húsi Grunnskóla
Hellissands.
Þakkir
Þakkir til allra þcirra íjölmörgu
sem hafa lagt hönd á plóginn bæði
með sjálfboðavinnu og fjárútlát-
um. Þakkir til Magndísar Alex-
andersdóttur sem var fram-
kvæmdastj. síðastliðið sumar.
Þessar þakkir eru að sjálfsögðu frá
öllum aðstandendum HSH.
Gleðileg jól,
Jóhanna.
Hluti af liði HSH á landsmótinu.
Knattspvrnuliö HSH a landsmótinu ásamt formanninum.
SKINFAXI
23