Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 16
Islenski hópurinn. með en dvínaði stöðugt er leið á mótið. Morgunmatur íylgdi þar á eft- ir, mjög formfastur eins og reynd- ar allar aðrar máltíðir þarna en um gæði þeirra ræðum við ekki til að forðast móðganir. Ymsir fyrirlestrar fylgdu á eftir árltítunum, t.a.m. tungumála- vanda okkar í millum, alkahól- isma, fæðuöílun heims og feðalög í Danmörku. A eftir var unnið úr upplýsingunum í hópvinnu og sýndist þá hverjum hópnum sitt. Næst voru frjálsvalin verkefni sem voru málaralist, ljósmyndun, útivist, þjóðdansar og tónlist en hádegisverður fylgdi í kjölfarið. Iþróttir voru í heiðri hafðar um eftirmiðdaginn. Þá stundaði hver sína uppáhaldsíþrótt þá stund- ina. Kvöldmatur kom þar á eftir og loks meltulega uns kvöldvaka hófst. Margt var sér og öðrum til gamans gert á henni, mest rabbað og sungið. Formlegri dagskrá var ævinlega slitið með diskóteki, en eftir það fékk maður að velja svefn eða svefnleysi. Margir kusu að halda áfram að skemmta sér sjálf- ir. Ýmist var setið í dagstofunni, gengið niður á strönd Limafjarðar 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.