Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 4
FRETTIR FRA HSH Lilja, Ragnh., Margrét og Ragnh. V. Frá námskeiðinu í Ólafsvík. F élagsmálanámskeið I apríl s.l. var haldið félagsmálanámskeið hér í Olafsvík. Námskeiðið sóttu 11 konur og karlar á öllum aldri. Megin áhersla var lögð á ræðumennsku og framsögn og voru allir mjög ánægðir með útkomuna en mikið líf og fjör var á nám- skeiðinu. Þess má geta að mikið var af kvenfélagskonum á námskeiðinu og létu þær sitt ekki eftir liggja. Leiðbeinendur voru Magndís Alexandersdóttir og Jóhanna Leopoldsdóttir og fórst þeim verkið vel úr hendi. Kristján Pálsson. ------► Frá félagsmálanámskeidinu, Guðrún og Kristján. Þátttakendur í göngudeginum. „Enginn er verri þó hann vökni” Á göngudegi íjölskyldunnar gengu félagar í Iþróttafélagi Miklaholtshrepps Stakkhamars- fjörur. Það var rigning á Snæfells- nesi þennan dag, en við létum það nú ekki á okkur fá. Það var safnast saman á bænum Stakkhamri, en þar á einmitt heima göngustjór- inn í héraðinu, Erna Bjarnadóttir, Göngumenn voru rúmlega tutt- ugu á öllum aldri. Gengið var í um tvo tíma og notið útiverunnar. Að göngu lokinni enduðu ílestir í kalli á Stakkhamri og var það notalegt eftir að hafa blotnað Iiressilega. Jóhanna Leopoldsdóttir. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.