Skinfaxi - 01.12.1981, Page 4
FRETTIR FRA HSH
Lilja, Ragnh., Margrét og Ragnh. V.
Frá námskeiðinu í Ólafsvík.
F élagsmálanámskeið
I apríl s.l. var haldið félagsmálanámskeið hér í Olafsvík.
Námskeiðið sóttu 11 konur og karlar á öllum aldri. Megin
áhersla var lögð á ræðumennsku og framsögn og voru allir
mjög ánægðir með útkomuna en mikið líf og fjör var á nám-
skeiðinu. Þess má geta að mikið var af kvenfélagskonum á
námskeiðinu og létu þær sitt ekki eftir liggja. Leiðbeinendur
voru Magndís Alexandersdóttir og Jóhanna Leopoldsdóttir
og fórst þeim verkið vel úr hendi.
Kristján Pálsson.
------►
Frá félagsmálanámskeidinu, Guðrún og Kristján.
Þátttakendur í göngudeginum.
„Enginn er verri þó
hann vökni”
Á göngudegi íjölskyldunnar
gengu félagar í Iþróttafélagi
Miklaholtshrepps Stakkhamars-
fjörur. Það var rigning á Snæfells-
nesi þennan dag, en við létum það
nú ekki á okkur fá. Það var safnast
saman á bænum Stakkhamri, en
þar á einmitt heima göngustjór-
inn í héraðinu, Erna Bjarnadóttir,
Göngumenn voru rúmlega tutt-
ugu á öllum aldri. Gengið var í
um tvo tíma og notið útiverunnar.
Að göngu lokinni enduðu ílestir í
kalli á Stakkhamri og var það
notalegt eftir að hafa blotnað
Iiressilega.
Jóhanna Leopoldsdóttir.
4
SKINFAXI