Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 6

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 6
UMFÍ, sagði í samtali við Skinfaxa, að ekki hefði verið tekin bindandi ákvörðun á héraðsþingi UMSB sem haldið var nýlega, um Lottóféð. "Hins vegar var bent á þá leið", sagði Þórir, "að leggja féð í húsnæðiskaup eða byggingu undir sambandið. En þetta er nú í athugun." Aðspurður um möguleikann á því að sveitarfélögin drægju að sér hendur í styrkjum til ungmennafélag- anna vegna Lottófjárins, sagðist Þórir ekki telja það líklegt. "Að minnsta kosti ekki til þeirra félaga sem sýna fram á blómlegt starf." Þórir sagði að þeir Borgfirðingar hefðu verið svo til einhuga um að veita Lottó fjármagninu fyrst um sinn í húsnæðiskaup þar sem ljóst væri að húsnæðisþörfin væri brýn. Lottóið væri svo nýlega tilkomið að engin þörf væri á að skipuleggja nákvæma skiptingu til félaga á fyrstu mánuðum þess. Heilladrýgra væri að taka sér góðan tíma í að hugsa það mál. Kristinn Jónsson, nýr formaður UDN á Vesturlandi, mælti á svipaða lund og Þórir. Hann sagði það hafa verið ákveðið á þingi UDN fyrir skömmu að vísa skiptingarmálum til nýkjörinnar stjórnar. "Ákveðið var að héraðs- sambandið fengi þessa fjármuni úr Lottóinu fyrsta kastið", sagði Kristinn, "og yrði stefnt að því að bæta aðstöðu þess en einnig aðra aðstöðu á svæðinu. Frjálsíþróttaaðstaðan var nefnd í því sambandi", sagði Kristinn. Þessi ákvörðun var tekin, m.a. í Ijósi þess að þingfulltrúar töldu sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um það hversu mikið fjármagn yrði um að ræða." Kristinn sagði að þar sem Lottóið væri svo ný tilkomið og svo mikið í mótun, væru ekki aðstæður til að njörva niður ákveðnar tölur. Héraðssambandið Félögin Á suðurlandinu, hjá HSK, var annað hljóð í strokknum á héraðsþingi. Menn veltu tölum mikið fyrir sér og reiknuðu út frá þeirri spá að 26 milljónir kæmu í hlut UMFÍ úr Lottóinu á þessu ári. Út frá tillögum stjómar UMFÍ um skiptingu þessa fjár til sambanda var skipuð Lottónefnd sem sat við í 10 klukkustundir á þinginu og reiknaði skiptingu til félaga. Niðurstöðu Lottónefndar HSK var tekið vel og samþykkt samhljóða. Sérstaka athygli vakti tillaga um 10 % úthlutunina til félaga eftir mætingu á héraðsþing. Kristinn Bárðarson, skóla- stjóri í héraðsskólanum í Gaulverjabæ, átti sæti í þessari nefnd, fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss. Skinfaxi hafði samband við hann um Lottómálin. "Ungmennafélag Selfoss er stærsta félagið í Héraðssambandinu Skarphéðni, velta þess var tvöföld á við veltu Skarphéðins. Það liggur því í augum uppi að Selfoss hafi mikilla hagsmuna að gæta. Fyrir þingið var komin fram hugmynd um að 40 %fjárins færi til HSK, m.a. vegna komandi Landsmóts á Húsavík í sumar. Þessu var hins vegar kröftuglega mótmælt á þinginu. Og það ekkert síður af fulltrúum litlu félaganna en UMFS manna." Kennsluskýrslurnar Eitt atriði hefur konrið mjög til umræðu á þessum héraðsþingum er iðkendafjöldi og félagafjöldi. Þetta var m.a. rætt á þingi HSK, auðvitað fyrst og fremst í sambandi við Lottóið. "Það hefur lengi verið vitað að kennsluskýrslur eru alls ekki áreiðan- legar í mörgum tilfellum", sagði Kristinn. "En við verðum hins vegar að fara eftir þeim. Þær eru þrátt fyrir allt eitt það áreiðanlegasta sem við höfum til að áætla umfang og starf félaga. Við verðum bara að treysta fólki. Ég segi það fyrir mitt félag á Selfossi; við göngum hreinir og beinir til samstarfs og ætlumst til hins sama af öðrum. Og það mega forráðamenn félaga vita að í náinni framtíð verður mjög vel fylgst með þessum hlutum og gengið hart fram ef grunsemdir vakna um að þessir hlutir séu vafasamir. Kennsluskýrslur og félagatal voru einmitt mjög til umræðu á héraðsþingi UMSK. Auk umræðna um að taka bæri kennsluskýrslum með varúð, var þeirri hugmynd varpað fram að nauðsynlegt væri í raun að skilgreina hvað iðkandi væri og hver væri félagi í íþróttafélagi. Á karatefélag til að mynda að telja alla þá félaga sem mæta á æfingar og nefna þá í kennsluskýrslu? Slíkt er ekki gert en væri vel mögulegt. Þéttbýlið fær mest Eitt sem vakið hefur nokkra reiði er skipting eftir sölu á sambandssvæði. Hjá ÍSÍ gildir það atriði 60%, hjá UMFÍ 15%. Þessi skipting kemur mjög illa út fyrir dreifbýlisfélögin. Nefna má dæmið af Eyjafjarðarsvæðinu, svæði UMSE. Eins og stendur er enginn kassi á þessu svæði utan Akureyrar. Fólk sem býr inn í firði fær kannski seðla hjá sínu ungmennafélagi en fer síðan inn á Akureyri til að greiða fyrir þá og Akureyrarfélögin (Þór og KA) fá allan gróðann. Þannig gerist þetta víða um land og má nefna svæði UMSB og UMSK sem dæmi. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri UMSK, nefndi eitt atriði í samtali við Skinfaxa sem Getraunirnar hafa fram yfir Lottóið. "Af Getraunum fá félögin tekjur strax. Tekjurnar af þeim streyma inn til félaganna frá viku til viku. Auðvitað er þetta ekki fjármagn í neinni líkingu við það sem Lottóið færir félögum. Það er hins vegar mikilvægt vegna þess að fjárstreymið er nokkuð stöðugt. Ekki í stórum slumpum með löngu millibili, eins og Lottóið virðist ætla að gera. Reyndar er Lottóið á svo miklu byrjunar- og þróunarstigi að það er erfitt að fullyrða mikið um það. En það breytir ekki þeirri staðreynd að Lottóið hefur á vissan hátt virkað neikvætt á fjárhag félaga og sambanda undanfarið á þann hátt að það hefur dregið úr fjárstreymi því sem borist hefur frá Getraunum. Eins og kunnugt er hefur sala á Getraunaseðlum lækkað um tugi prósenta og má sjálfsagt skrifa þá lækkun á tilkomu Lottósins. Félögin þurfa hins vegar nú að bíða jafnvel mánuðum saman eftir að fá fjármagn úr Lottóinu. Þau þurfa á fjármagni því að halda sem kom í formi Getraunaágóða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr", sagði Einar. Þessi orð Einars lýsa sjálfsagt betur en mörg önnur því ástandi óvissu sem virðist ríkja með Lottóið og aðstöðu ungmennafélaga hvað það varðar. En hvert sem framhaldið verður, hlýtur það að verða fyrsta boðorðið, að hafa "aðgát í nærveru fjár", svo gamalt orðtæki sé nú afbakað. Þar sem það virðist ætla að taka nokkurn tíma að fá reynslu á áhrif Lottósins, hlýtur fyrrnefnt orðtæki að eiga vel við. IH 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.