Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 8

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 8
Lottó, Lottó, Lottó, Lottó... samverkandi þættir. Ég get nefnt fjóra sem mér sýnist þeir mikilvægustu: Fullkomin tækni - Nýjungagirni - Sjónvarpið - Hæft starfsfólk. Einnig má nefna, gott málefni - markaðsfærsla - sölustaðir. Þetta beinlínukerfi og sjónvarpið eru sjálfsagt stærstu liðirnir. Það skapar spennu og eftirvæntingu. öll fjölskyldan safnast saman fyrir framan sjónvarpið í leik þar sem hver um sig er virkur þátttakandi með því að velja sínar eigin tölur í hvert skipti. Það er kannski dálítið merkilegt að við erum þau fyrstu í Evrópu sem notum svona beinlínukerfi fyrir Lottó sem gerir það að verkum að við vitum strax hver vinningsupphæðin er, hvernig hún skiptist og svo framvegis. Þetta kerfi er fyrir hendi í Bandaríkjunum, Kanada, Singapore og í nokkrum löndum S- Ameríku.” -Varðandi Sjónvarpið. Nú hafa verið nokkrar umræður um það hvort réttlátt væri að Getspá fengi ein allra happdrætta aðgang að besta tíma í Sjónvarpinu, samkeppnin væri ekki á jafnréttisgrundvelli. Hverju svarar þú þessu? "Ég veit ekki til þess að hin happdrættin hafi farið fram á að birta útdrátt í Sjónvarpi. Við fórum fram á það og fengum jákvætt svar. Svo einföld er staðan í dag. En svo verður líka að taka það með í reikninginn að Lottóið er eins og skapað fyrir sjónvarp. Ólíkt hinum hefðbundnu miðahappdrættum velur þátttakandi í Lottóleiknum tölur í hvert skipti, fyrir hvern útdrátt. Og það þurfa ekki að líða nema nokkrir klukkutímar, jafnvel innan við klukkutími, frá því hann velur sér tölur og þar til úrslit eru kunn. Þetta dregur fjölskylduna saman. Og spennan er allt öðruvísi. Við sjáum vinningstölurnar ákvarðast á sjónvarpsskjánum.” Lottó á rás 2 -Og verður Lottóið áfram á sjónvarpsskjánum á laugardagskvöldum? "Já", svarar Vilhjálmur. "Við höfum gert samning við Sjónvarpið þar um." -En hvað með sumarið?. Nú vitum við að lífsmynstur þorra almennings breytist mjög að sumri til, til að mynda með sumarleyfum, meiri útiveru og ferðalögum. "Jú, mikil ósköp. Við höfum velt þessu fyrir okkur og erum með ákveðnar áætlanir. Þar má nefna að við erum í samningaviðræðum við Ríkisútvarpið um að fá að samtengja Lottóþáttinn á laugardagskvöldum við Rás 2, þannig að fólk sem er í sumarbústað, tjaldi eða á ferðalagi geti fylgst með. Eins og þú nefndir verður geysi mikill fjöldi fólks á ferðalögum í sumar, að minnsta kosti fjarri heimilum. Við viljum ekki rjúfa sambandið við þetta fólk. Við ætlum að fjölga sölukössum að miklum mun um Iandið þannig að fólk þurfi ekki að fara langar leiðir til að skila af sér miðum. Og reyndar eru sífellt að bætast við íleiri og fleiri kassar." -Hvað með kynninguna á Lottóinu? Nú hefur hún verið í nokkuð föstum skorðum að undanförnu. "Sumarkoma og breyttar aðstæður í kjölfar þess, kalla á nýja kynningu og við höfum ýmislegt í bígerð sem kemur í ljós síðar. En ég skal nefna að við ætlum að setja upp ljósaskilti víða við sölustaði, svokölluð "Starlite" skilti með blikkandi ljósum. Lottóið á ekki að fara fram hjá neinum." "BMW" Vilhjálmur segir áhugann fyrir Lottóinu alveg gífurlegan. Sem dæmi um það segir hann að til þeirra hafi komið ýmsir menn með ólík erindi. Vilhjálmur kallar þá íslenska hugvitsmenn. "Það var einn sem kom til mín um daginn og sagðist skyldu auglýsa Lottóið á bílnum sínum fyrir okkur, með flennistórum auglýsingum, fyrir 170 þúsund krónur út árið. Ég spurði hann hvernig bíl hann væri með. "BMW, mjög fallegan bíf', svaraði maðurinn. Ég spurði hann þá hvort hann væri með bílinn hérna fyrir utan húsið. Nei, svo var nú ekki "Ég á nú eiginlega eftir að kaupa hann", var svarið hjá þessum manni! Hann ætlaði sennilega að fjármagna bílakaup sín með því að auglýsa Lottóið út árið!", segir Vilhjálmur brosandi. "Þetta er nú sjálfsagt eitt dæmið um það hversu frumlegir menn geta verið í því að ná sér í aukatekjur", bætir hann við. "En svo hafa komið hingað ýmsir aðilar með hugmyndir að fjölbreyttum tækjabúnaði tíl að velja tölurnar. Sumar af þessum hugmyndum hafa verið býsna frumlegar. Aðalmálið er þó hins vegar að þetta sýnir áhuga manna fyrir skemmtilegum leik sem hitt hefur í mark", segir Vilhjálmur að lokum. IH 8

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.