Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 13

Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 13
l.Taktík Andstæðingurinn sýnir viðbrögð við því sem hann sér... eða því sem hann heldur að hann sjái. Markmiðið er að skora á andstæðingnum. Andstæðingnum má ekki leyfast að skora. 2.Staða Staðan er grunnurinn sem tæknin byggir á. Hún verður að vera hreyfanleg, aldrei kyrr eitt andartak. Þungi líkamans ætti að skiptast jafnt á fæturna, með gott bil á milli þeirra. Það gefur færi á skjótum hreyfingum í allar áttir. Hendur verða að vera á sífelldri hreyfingu. 3. Lína Með línu á ég við tengsl stöðu tveggja andstæðinga. Með því að nýta sér rétta línu er hægt að auka möguleika sína til að skora (sjá mynd). 4. Myndun opnunar Þá er notuð árásartækni sem andstæðingurinn verður að verjast og þá opnast oft leið fyrir hina raunverulegu árás. 5. Tímasetning Tímasetning varna og árása getur verið margvísleg. í byrjun árásar andstæðingsins er hægt að gera gagnárás eða í þann mund er andstæðingur lýkur árás sinni. Sjálfsvöm og kumite Margir setja jafnaðarmerki milli kumite og sjálfsvarnar. Það er óraunhæft því töluvert ber á milli. Mismunurinn kemur fram í bardagasvæði, óvini, þjálfun, vitund, klæðnaði og umhverfi. Það er ekki þar með sagt að kumite hafi ekkert að segja fyrir sjálfsvörn, þvert á móti. En kumite þjálfun fer fram á sléttu gólfi og æft er í víðum og sterkum fötum. Kumite þjálfun getur veitt falska öryggiskennd hvað varðar sjálfsvörn. Besta og fullkomnasta ráðið fyrir fólk sem vill læra sjálfsvörn er að forðast vandræði og hafa í huga að sjaldan veldur einn þá er tveir deila. Lokaorð Karate er fyrst og fremst bardagalist. Við iðkun og þjálfun í dojoum kemur hin raunvemlega lífsspeki karate fram: Leit að jafnvægi, fullnægju og sjálfstjórn. Hér lýkur fjórðu grein minni um karate. Það er öllum ljóst að íþróttinni hafa ekki verið gerð tæmandi skil með þessum greinastúfum. Ritstjóri Skinfaxa hefur boðið mér að skrifa greinar um karate öðru hverju. Af nógu er að taka og verður næst fjallað um keppni og reglur þar að iútandi. Stefán Alfreðsson Röng lína. Árásaiaðili stígur fyrir innan fót varnaraðila þannig að þeir eru "jafn langt" hvor frá öðrum. Það er því auðvelt að gera gagnárás og "sópa" árásaraðila. Pennavinir Frá Árskógi (Aurskog) í Noregi hefur borist bréf frá tveimur norskum stúlkum í 4 H samtökunum norsku sem eru að leita sér að pennavinum (4 H samtökin eru nokkuð hliðstæð íslensku ungmennafélögunum). Stúlkurnar heita Anne Kristin og Hilde Kristin. Sú fyrrnefnda er 16 ára, sú síðarnefnda 17 1/2 árs. Þær stöllur segjast á þessu ári hafa valið sér yfirlýsinguna "Skandinavia 4 H - Kontakt" og leita eftir pennavinum í Reykjavík. Ólíklegt er hins vegar að þær neiti að skrifast á við fólk annars staðar að á landinu. Þær segjast vilja skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 17 til 22 ára sem eru innan vébanda Ungmennafélags íslands. Stúlkurnar segja í bréfi sínu til Skinfaxa að Árskógur sé um það bil 5 norskar mflur austur höfuðborginni, Osló. Og þá er bara að skrifa. Heimilisfangið er: Hilde Kristin Borstad Finstadsbru N - 1930 Aurskog Norge Ritstjóraskipti Ritstjóraskipti urðu hjá Skinfaxa 1. mars síðastliðinn er Guðmundur Gíslason lét af störfum og við tók Ingólfur Hjörleifsson. Ingólfur er 29 ára og hefur starfað sem blaðamaður undanfarin ár. Fyrir hönd UMFÍ býð ég hann velkominn til starfa og vona að störf hans verði giftudrjúg fyrir blaðið. Áhugi hans hefur ekki leynt sér þann mánuð sem hann hefur starfað. Guðmundi vil ég þakka hans störf og ekki síður ánægjuleg kynni. Við höfum margar ferðir farið saman á vegum UMFÍ og það hefur ætíð verið gott að vera í návist Guðmundar. Guðmundur lagði ávallt metnað í að útlit og efni Skinfaxa væri sem best. Hann hóf störf 1. janúar, 1984, fyrst í hálfu starfi og síðar í fullu. Um leið og ég þakka Guðmundi fyrir samstarfið óska ég honum allra heilla í nýju starfi. V 13 Pálmi Gíslason^JJ

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.