Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 18
Skotgröf Utanhússaðstaðan sem nokkuð hefur verið fjallað um hér að framan, er góða aðstaðan hér á landi í samanburði við innanhússaðstöðuna. Hún er nánast engin. Það er eins og hún sé oftast látin mæta afgangi við byggingu íþróttahúsa. "í Reykjavík höfum við Baldurshaga sem er hálfgerð skot- gröf',segir Jón Sævar Þórðarson, frjálsíþróttaþjálfari. "Þar er aðeins hægt að keppa í einni grein í einu. Ef áhorfendur mæta á mót, standa þeir í röðum við veggi með inndreginn kviðinn til að verða ekki fyrir. Þarna fer fram Meistaramót íslands innan- húss." Jón Sævar hefur ákveðnar skoðanir á því máli. "Persónulega finnst mér að það ætti að leggja Meistaramótin niður eins og þau eru í dag", segir hann Og heldur áfrarn, "Það er ekki hægt að bjóða mönnum upp á það að halda þarna Meistaramót íslands, í fullorðinsflokki. Slíkt er hreinlega niðurlægjandi gagnvart þeim sem stunda þessa íþrótt. Trúlega er hvergi í heiminum verri innan- hússaðstaða en hér, þar sem frjáls- íþróttir eru iðkaðar. Veðrið er risjótt og yfirleitt slæmt á veturna. Það er auðvitað ófært að hér á landi skuli ekki vera ein innanhússhöll þar sem hægt er að stunda frjálsíþróttir." Jón bendir á að ekki þurfi endilega að reisa íþróttahöll, einungis fyrir frjálsíþróttir og ekki einungis fyrir íþróttir. "Af hverju er ekki hægt að reisa hér alhliða höll, fyrir frjálsíþróttir, alls kyns sýningar og tónleika. Er ekki Laugardalshöllin orðin of lítil fyrir alþjóðlegar vörusýningar og fyrir stóra tónleika, svo dæmi sé tekið?", segir Jón. Hafsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri FRÍ, mælir á svipaðan veg. Hann nefnir hugmynd um að setja upp skála, eitthvað í líkingu við marga þá sem risið hafa að undanfömu, TBR húsið og húsið yfir skemmtigarðinn í Hvergerði. "Svona skálar þurfa ekki endilega að vera upphitaðir", segir Hafsteinn, "brautin er nægileg. Því það versta fyrir hlaupara á veturna er ekki kuldinn, heldur rokið og snjórinn. Ég veit dæmi um svona aðstöðu í Bretlandi. Þar er slíkur skáli aðallega notaður sem vörugeymsla og brautum skellt upp með lítilli fyrirhöfn og jafnvel keppt á þeim. Það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi ef menn eru bara nógu opnir og áhugasamir. Það hvernig til tókst með hlaupabrautir á Valbjarnarvöllum er að mínu áliti slæmt. Undirlagið á þessum brautum er misheppnað og hefur kostað mikla fjármuni að halda þeim við síðan. Að sjálfsögðu hefði verið best ef gerfiefni hefði verið lagt á hlaupabrautir aðalleikvangsins. En það er annað sem forráðamenn mættu fara að huga að. Það er trimmbraut um Laugardalinn. Þarna er kjörið útivistar- svæði og ef þarna væru lagðar trimmbrautir myndu þær verða mikið notaðar, ekki aðeins af íþróttamönnum heldur einnig af almenningi. Það mætti halda þeim opnum á veturna með 3ví að sandbera þær", segir Hafsteinn. "Þar er aðeins hægt að keppa í einni grein í einu. Ef áhorfendur mæta á mót, standa þeir í röðum við veggi með inndreginn kviðinn til að verða ekki fyrir. Laugarvatn A Laugarvami var í síðasta mánuði tekið í notkun glæsilegt íþróttahús og yfirvöld hafa látið í Ijós þá ósk sína og vilja að á Laugarvatni verði í framtíðinni íþróttamiðstöð landsins. Þetta íþróttahús hefur það fram yfir öll önnur hús á landinu að þar er hlaupahringur ofan við salinn, á svölum sem liggja með veggjum allan hringinn. Þar hefur verið lögð braut fyrir hlaup en hún er mjó, tveir menn geta hlaupið þar samsíða. Hornin eru hins vegar 90 gráður sem takmarkar notkun brautarinnar við upphitunar- æfingar. Þó þetta hús sé glæsilegur áfangi í íþróttasögu Laugarvams og auðvitað alls landsins, verðum við að viðurkenna þá staðreynd að þama er ekki um að ræða þá frjálsíþróttaaðstöðu sem hefði verið hægt að koma fyrir á því svæði sem um ókomna framtíð verður sjálfsagt miðstöð íþrótta- og æskulýðsstarfs í landinu. VARMÁ - 1990 En hver er þá helsta vonin fyrir frjálsíþróttamenn og unnendur frjáls- íþrótta hér á landi? Áformin um þar næsta Landsmót, að Varmá í Mosfellssveit, er þar númer eitt. UMSK menn og staðaryfirvöld hafa nú í hyg&ju að gera þar frjálsíþróttavöll með sex til átta brautum og þar mun stefnt að gerviefni. Á núgildandi verðlagi er munurinn á því að reisa þar 6 brauta malar- eða gerviefnisvöll, um það bil 12 milljónir. 20 milljónir króna á malarvöll og 32 milljónir á gerviefnið. Af þessu sést að nokkru munar um gerviefnið. En þarna koma fleiri hlutir inn í dæmið; t.d. viðhaldskostnaður. Einnig má benda á að frjálsíþróttafólk myndi streyma þangað, svo lengi sem ekkert breytist á Valbjarnarvelli, úr öllum nærliggjandi byggðarlögum, svo ekki sé minnst á skokkara. Þama væri vel mögulegt að hafa ákveðinn aðgangseyri inn á svæðið. En ekki síst myndu staðarbúar liafa tekið af skarið um að skapa aðstöðu fyrir íþróttamenn og almenning, einnig fyrir alþjóðleg stórmót. Sveitastjórnarmenn í Mos- fellssveit munu vera nokkuð spenntir fyrir þessu máli og telja það metnaðarmál fyrir sveitarfélagið að koma þessari hugmynd á laggirnar. Margir telja þó að til að hugmyndin verði að veruleika, verði bæjar- og sveitastjórnir á mest öllu höfuð- borgarsvæðinu að sameinast undirsama merki. Það er alveg augljóst að ef slíkt gerist munu allir njóta góðs af. Ef frjálsíþróttamenn og unnendur þeirra (að ógleymdum stjórnmálamönnunum) hafa í sér einhvern dug, ættu þeir að sameinast sem einn um að færa íslendinga undan þeirri skömm sem viðgengst vegna aðstöðu hér á landi til iðkunar frjálsíþrótta. Eitt fyrsta skrefið í þeim aðgerðum yrði líkast til að mynda um þessi mál heildarstefnu sem farið væri eftir. Héraðssambönd í ákveðnum landshlutum gætu til dæmis sameinast í því að setja upp myndarlega frjálsíþróttaaðstöðu. Það eru auðvitað margar leiðir að myndun heildarstefnu. Svo virðist hins vegar sem þær hafi lítið verið reyndar. Hér að framan hefur verið drepið á nokkur atriði hvað varðar aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta, eða kannski aðstöðuleysi. Sumum kann ef til vill að þykja hér hafa verið nokkuð hart mælt. Það er þó staðreynd, að eins og með svo margt annað hér á landi, virðist sem fara þurfi með látum og hávaða til að vekja máls á þörfum hlutum. Það er vonandi að einhver hrökkvi þá í kút og væri ekki úr vegi að sá hinn sami leggi orð í belg, ekki aðeins yfir kaffibolla heldur á opinberum vettvangi. Til dæmis í Skinfaxa. IH 18

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.