Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 22
Sálfræðilega hliðin En svona í alvöru. Þetta er aðstaða sem ég tek fram yfir það að fara í eitthvert happdrætti erlendis. Til þess að fá betri aðstæður en þær sem ég hef hér heima þyrfti ég að komast í bestu háskólana. Og það er ekki það eina. Það er einnig sálfræðileg hlið á þessu. Fær maður jafn góðan þjálfara og maður hefur hér heima, nær maður jafn góðu samstarfi við hann? Hér er fjölskylda manns og vinir. Það spilar svo margt inn í þetta dæmi. Það er ekki allt fengið með stórri laug. Nú, ef maður lítur til reynslunnar í V-Evrópu, það hafa farið margir súper sundmenn til Bandaríkjanna og það verður ekkert úr þeim. Þeir bæta sig sjaldan, fara bara í partí! Það er í raun og vem óalgengt að topp sundmaður bæti sig þegar hann fer til Bandaríkjanna. Það er ekkert lítið mál að falla inn aðstæður. Eg hef heyrt af ýmsum þekktum sundmönnum frá V-Evrópu sem farið hafa til æfinga í bandarískum háskólum en hafa ekkert bætt sig og eiga í erfiðleikum með að laga sig að nýjum aðstæðum. -En hver eru helstu markmið þín þessa dagana? "Fyrst eru það Ólympíuleikarnir í Seoul, það hlýtur að vera markmið númer eitt, góður árangur þar. En svo er einnig Evrópumeistaramótið í Strassbourg í ágúst. Þetta er á sama stað og Golden Cup mótið var í vetur. Skólanum lýkur hjá mér í endaðan apríl og síðan er það bara sund og aftur sund, alveg fram í ágúst, engin vinna. Ef maður er að slíku, kemur þreyttur heim, er ekkert úr þessu að hafa. í það minnsta hvað mig varðar." Að örva þá yngri -Eruð þið ekki nokkur saman að æfa fyrir mót sem þetta? "Jú, við Magnús Ólafsson vorum hér t.d. síðasta sumar og Ragnheiður Runólfsdóttir verður hér nú í sumar. Ég veit nú ekki hvernig verður með Magnús í sumar. Þetta fer að verða spurning um pláss. Það eru komnir fram svo margir efnilegir krakkar hér á staðnum." Flestir þeir sem rætt er við um Eðvarð taka það fram hversu duglegur hann sé að hvetja þá yngri. "Hann Eddi hefur ekki látið frægð og frama stíga sér til höfuðs", segir einn. Og bætir við: "Hann er geysi duglegur að mæta á mót og hvetja unga og upprennandi krakka." Aðrir taka í sama streng og einn þeirra segir að þetta atriði geti í raun verið eitt hans mikilvægasta framlag til sundíþróttarinnar hér á landi. "Hann er fyrirmyndar íþróttamaður og góður félagi", segir einn viðmælandi minn. En gefum Edda orðið. Hann nefnir sérstaklega ungan sundmann í UMFN, Ævar Jónsson, sem hann segir vera sérstaklega efnilegan. "Ævar er 14 ára og hann er að komast á þann standard sem ég var á á hans aldri. Hann er farinn að nálgast mín met og er langbestur í sínum aldursflokki. Svo er engin smáræðis stærð á drengnum. Hann er 1.86 á hæð, einum sentimeU'a lægri en ég. Það hefur gífurlega mikið að segja fyrir sundmann. Hann siglir sjálfsagt fram úr manni bráðlega hvað stærðina varðar. Hann hættir áreiðan- lega ekkert að stækka við 1.90." -En ef þú berð nú saman þá aðstöðu sem þú bjóst við þegar þú varst að byrja, og svo aðstöðu Ævars, hver er þá helsti munurinn? "Munurinn er fyrst og fremst laugin á Vellinum. Við æfum þar báðir, saman. Það er gífurlegur munur á 15 metra og 25 metra innilaug. Því verður ekki líkt saman. Svo hefur hann gott markmið, er viljasterkur. Og það að við æfum saman hlýtur að hafa eitthvað að segja. Ég segi fyrir mig, þessa aðstöðu hafði ég ekki, að vera að æfa með mér mun betri manni. Ég hafði aðeins klukkuna. Hjá þeim sem skara fram úr er þetta bara barátta við klukkuna. Og það getur nú verið nokkuð einmannalegt", segir Eðvarð brosandi. Klukkan, klukkan, klukkan... -Hvað þetta varðar, væri aðstaðan önnur úti, er skotið að Eðvarð. Þar gæti hann fengið sam- keppni aðra en klukkuna. "Það hefur nú ekki svo mikið að segja, að maður fari að tlytjast búferlum fyrir slíkt", svarar Eðvarð. "Ég er þar að auki orðinn svo vanur þessu, klukkan orðin besti vinur manns. Ég hef að vísu aldrei brotið neina klukku... En svona í alvöru. Jú, auðvitað er það ekki svo slæmt að geta verið samsíða einhverjum. Auðvitað er það mikið skemmtilegra að geta haft einhvern til að keppa við. En maður hefur bara aldrei kynnst því. Það er bara klukkan, klukkan, klukkan." -Þetta hlýtur að fara mikið eftir persónunni, spyr ég Eðvarð. "Jú, jú, auðvitað verður maður að hafa geysilegan metnað. Maður er alltaf að reyna að koma inn á réttum tíma. Hver bætt sekúnda vekur manni ánægju. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, þetta hafa topp sundmenn alltaf þurft að búa við. Guðmundur Gísla var í þessari stöðu líka, klukkan." Andrúmsloftið á toppnum Eðvarð er spurður um andrúmsloftið á toppnum. "Maður þekkir orðið þessa stráka sæmilega. Það er að koma upp skemmtilegur mórall innan þessa hóps. Sá besti í þessum hóp og yfirburða- maður innan hans, er rússinn Políjanskí. Hann er jafngamall og ég. En það er hins vegar spurning með hann. Þannig er að hann komst í raun á toppinn 19 ára gamall. Skaust fram úr öllum. Síðan þá hefur hann ekki fengið neina keppni og undanfarið hel'ur hann ekki bætt sig svo neinu nemur. Á eftir Políjanskí koma síðan þrír menn, V-Þjóðverjinn, Frank Hoffmeister og tveir A-Þjóðverjar, Dirk Richter og Frank Baldrus.í þessum hópi eru líka annar Rússi, Savlinof og ég. Richter, Baldrus og Savlinof eru allir af '62 og '63 árgöngum, verða sem sagt 24 og 25 ára á þessu ári. Hoffmeister verður 22 ára á þessu ári. Políjanskí er síðan '67 módel eins og ég. Síðan er að koma upp Ungverji, jafngamall og ég, Tamas Darnyi. Hann setti heimsmet í 25 metra laug nú í byrjun febrúar. En hann er enn sem komið er óþekkt stærð, hann komst ekki í úrslit á 22

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.