Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 30
 viðfangsefna, þar sem íþróttirnar væru í öndvegi. Til að sanna þetta markmið töldum við að Landsmót UMFÍ mættu og ættu beinlínis að stækka með hreyfingunni, en þar voru aðrir ekki á sama máli. Eins og áður hefur komið fram í þessari uppriíjun, ferðuðumst við Sigurður mikið saman á þessum árum og sóttum þá margar samkomur og fundi ungmennafélaga vítt um iandið. Það kom þá oft fyrir að Sigurður kastaði fram vísu við slík tækifæri sem góður rómur var gerður að. Enn einn frábær hæfileiki framkvæmdastjórans, enda kominn af landskunnum hagyrðingum. Nú þegar Sigurður Geirdal lætur af störfum hjá UMFÍ er okkur ungmennafélögum efst í huga þakklæti og stjórn UMFÍ hefur þakkað honum störfin. Nú hefur Sigurður tekið til starfa á nýjum félagsmálavettvangi, kannske ekki svo ýkja óskildum að ýmsu leyti. Við óskurn honum velfarnaðar þar og í hverju því starfi sem hann á eftir að leggja hug og hönd að á komandi árum. Enda þótt mikið starf sé nú að baki er Sigurður Geirdal enn maður á besta aldri eins og sagt er. Hann er vel undir framhaldið búinn, á viðburðaríkum og erilssömum starfsferli sínum hjá UMFÍ hefur hann með öðru lokið embættisprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands og að minnsta kosti staðið í húsbyggingum tvisvar. Þegar ég horfi yfir farinn veg með þessunt ágæta samherja vottar auðvitað fyrir nokkurri sjálfsánægju eins og greinarkorn þetta ber með sér, en í mfnum huga var bjart yfir því öllu, enda sögðum við oft einum rómi: "Það er bjart fyrir stafni og byr í seglum" og við trúðum því. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ. á ári Afgreiðsla Öldugata 14 - 101 Símar: 91-12546 og 91-14317 30

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.