Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 32
» Ársæll Þórðarson. stigs námskeið fyrir almenning og síðan styttri námskeið sem væru þá sérhæfð. En aðalmálið er að koma undir skólann þeirri undirstöðu að hann geti rekið sig áfram. Ég hef sjálfur þá von að á næstu þremur árum takist að koma skólastarfinu á varanlegan grunn. Fyrsta stigið verði að byggja upp "kennarakerfið" um landið. Annað stigið verði síðan að auka upplýsingastreymið og kynni meðal félagsmálakennaranna sjálfra í gegnum fræðslu og annað. Þriðja stigið er síðan föst skólastarfsemi hér í Reykjavík, eins konar kennslumiðstöð. Kennarar gætu þá þróað efni sitt hér og fengið þjálfun eða endurmenntun. Námskeiðin yrðu þá auglýst og opin þeim sem vildu. Með slíkri kennslumiðstöð sýnist mér að skapast gæti ágæt festa í starfið. í kringum kennslumiðstöðina má síðan koma upp nýtísku kennslugögnum sem hægt væri að lána út um land. Að lokum vil ég segja, að þeir sem stofnuðu skólann og mörkuðu stefnuna í upphafi hafa að mínu mati sýnt ótrúlega framsýni og okkur sem nú stjórnum skólanum er mikill vandi á höndum að leiða starfið sem brautryðjendurnir mótuðu." "Fjögur ár til aldurs UMFÍ" Nýlega barst Skinfaxa bréf frá Ingimundi nokkrum Ingimundarsyni sem varð 76 ára hinn 30. mars síðastliðinn. Segist hann vera "Tveim árum meira bam en Skinfaxi og vant(i) einnig 4 ár til aldurs U.M.F.Í." Ingimundur býr nú á Svanshóli á Ströndum og hann sendi Skinfaxa og Ungmennafélagi íslands kveðju sína í bundnu máli. A undan því var hins vegar svohljóðandi texti (birtur með leyfi Ingimundar): "Gamli heimilisvinur, Skinfaxi. Þar sem ég verð 76 ára eftir 10 daga, tveim árum meira barn en Skinfaxi og vantar einnig 4 ár til aldurs U.M.F.Í., kom meðfylgjandi samsetning úr penna mínum í morgun. "Enginn veit sína ævina fyrr en öll er", segir gamall málsháttur svo ég bíð ekki eftir áttræðisafmælinu hjá Ungmennafélagi íslands, sem að réttu lagi er í ágústbyrjun n.k. Sendi þetta afmælisstef nú og þar með þakkir mínar fyrir þá hvatningu sem það hefur veitt samtíðinni að hverju sinni til að reynast sannir íslendingar í athöfnum og afrekum. Slík samtök eru mikils virði. Ekki hvað síst í hinum dreifðu byggðum, sem nú er sóttst að af skilningslitlum öflum, svo ekki sé meira sagt. Með kærri kveðju. Ingimundur Ingimundarson frá Svanshóli. Til Ungmennafélags íslands á áttræðisafmælinu, 1987. Áttatíu ára flokkur æskumanna vítt um land aldurinn ber ekki nokkur ellimörk, né vinnustrand. U.M.F.Í. mun alltaflifa ungt og ferskt, með kraft og þor. Um það munu skáldin skrifa, Skinfaxa, - og gengin spor. Eins og forðum söngva syngjum samtíðinni hvatnings Ijóð. Ellidapra aftur yngjum. Afreksbörn á kjarna-þjóð. Þróttur aldrei þrjóti landann þó að stundum andi kalt. Æskan leysir allan vandann. íslandi skal helgað allt." Skinfaxi þakkar Ingimundi auðmjúklega þessar hugheilu kveðjur, fyrir sína hönd og Ungmennafélags íslands. 32

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.