Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 34
26. Rxal !
Tal eygir reit á c6 fyrir riddarann. Hann
hefur kannski lært eitthvað af Jóhanni,
sbr. síðasta tölublað Skinfaxa, er við
sáum hann koma sér upp sterkum
reitum í herbúðum andstæðingsins ?
26. -f5 27. Bh6 Rg7 28. Rb3 f4
29. Ra5 Db6 30. Hcl Ha8 31.
Dc22 Rce8 32. Db 3 Bf6 33. Rc6
Rh5 34. Db2 Bg7 35. Bxg7
Kxg7 ?
Jóhann á aðeins einn leik eftir til þess
að máta en einn leikur í skák getur
verið hei) eilífð. Nú gerir Tal smekk-
lega út um taflið.
41. RG4+ ! Kf7 42. Rh6+ Ke7
43. Rg8+
Og nú gafst Jóhann upp. eftir 43. -
K17, eða 43. Ke6, kórónar töfra-
maðurinn sýninguna með 44. Rg5 mát.
"Fyrir þá sem ekki hafa skilið af hverju
Tal er kallaður töframaðurinn frá Riga
er hér skýrt dæmi um af hverju hann
hefur fengið þá nafngift" segir í móts-
blaðinu í formála að þessari skák og
bætt er við: "Jóhanni til huggunar skal
bent á að það þarf tvo góða skákmenn
til að tefla jafngóða skák og þessi er.
Hún á eftir að fara víða".
íþróttamaður Rangárvallasýslu
Systkinin Bjarki og Guðbjörg Viðarsbörn með verðlaun sín.
Árleg útnefning íþróttamanns Rangárvallasýslu fór
fram á Hvolsvelli í febrúar og var Guðbjörg Viðarsdóttir,
UMF Dagsbrún, A-Landeyjum, kjörin íþróttamaður ársins
1986.
Það er Kiwanisklúbburinn Dímon sem stendur fyrir
þessari útnefnngu og veitir hann að auki verðlaun fyrir
mestar framfarir og til besta íþróttafélagsins í sýslunni.
Guðbjörg keppti í frjálsíþróttum, í flokki meyja, 15
til 16 ára. Hún stórbætti HSK metin í kúluvarpi, bæði utan-
og innanhúss, varð Islandsmeistari í kúluvarpi og
kringlukasti og vann besta afrek í Bikarkeppni 16 ára og
yngri. Þá náði hún besta árangri á landinu í kúluvarpi og
kringlukasti í sínum flokki. Og það sem gerir árangur
Guðbjargar enn glæsilegri er að hún var á yngra ári í sínum
flokki á síðastliðnu ári.
Bjarki Viðarsson, UMF Dagsbrún, fékk verðlaun
fyrir mestar framfarir í íþróttum árið 1986. Hann er bróðir
Guðbjargar. Hann keppti í frjálsíþróttum, í flokki sveina 15
til 16 ára.
Bjarki átti lengsta kast á landinu í kúluvarpi og
kringlukasti og annað lengsta í spjótkasti í sínum flokki.
Þá vann hann besta afrek á Íþróttahátíð HSK og varð
íslandsmeistari í kúluvarpi og kringlukasti utanhúss.
Innanhúss keppti hann upp fyrir sig og varð íslandsmeistari
í kúluvarpi í flokki 17 til 18 ára.
UMF Baldur á Hvolsvelli var valið besta íþróttafélag
Rangárvallasýslu, 1986.
34