Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.04.1987, Qupperneq 36
Skólakeppni USÚ og USVS Skólakeppni USÚ og USVS var haldin dagana 27. til 28. mars síðastliðinn í íþróttahúsi Heppuskóla, Höfn, Hornafirði með þátttöku um það bil 150 keppenda. Þctta var í þriðja skiptið sem mótið var haldið í austursýslunni en það er haldið til skiptis ár hvert í Skaftafellssýslunum tveimur, austur og vestur. Keppt er í körfubolta, úrval úr 7. 8. 9. bekk og frjálsíþróttum (langstökki, þrístökki, hástökki, kúluvarpi og víðavangshlaupi) bæði hjá strákum og stelpum. Einnig er keppt í skák, fimm manna sveit frá hverjum skóla. Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1. sætið í körfubolta og skák en 1. 2. og 3. sætið í frjálsíþróttakeppninni. Stigahæstu skólamir í hverjum aldursflokki fá bikar en flokkamir eru þrír, 4. og 5. bekkur, 6. og 7. bekkur og 8. og 9. bekkur. Þá er einnig veittur bikar þeim skóla sem er með hæstan samanlagðan stigafjölda. Mótið hófst mcð skák og körfubolta á föstudagskvöldi. Mikil og góð stemning var á áhorfendapöllunum og mátti heyra í lúðrum og trommum, veifur og fánar gegndu einnig sínu hlutverki. Á laugardegi kl. 12.45 stundvíslega var mótið síðan sett formlega af heiðursfélaga USÚ, Torfa Steinþórssyni frá Hala í Suðursveit. Að setningu lokinni hófst frjálsíþróttakeppnin og mátti þar sjá mjög jafna og skemmtilega keppni. Má geta þess að tímaseðill keppninnar sem Ásmundur Gíslason gerði, stóðst fullkomlega. Oft vill það brenna við að fátt er um starfsfólk en nú brá svo við að margar góðar hendur mættu á staðinn svo allt gekk hratt og vel fyrir sig. Ásmundur Gíslason sá um mótsstjórn og gerði hann það alveg einstaklega vel. Á hann þakkir skildar svo og allt það starfsfólk sem stóð í þessu mcð okkur. Að lokum vil ég segja það að þetta mót er lýsandi dæmi um það góða samstarf sem er á milli USÚ og USVS svo og skólanna á þessu svæði. Fyrir hönd USÚ, Rósa Á. Valdimarsdóltir. Úrslit í skólamóti USÚ og USVS Samanlögð stig fyrir skóla: 1. Nesjaskóli: 2. Hafnarskóli: 3. Klausturskóli: 4. Víkurskóli: 5. Ketilstaðaskóli: 201 stig 161 1/2 stig 129 1/2 stig 112 stig 32 stig Hluti keppenda og liðsstj'óra á mótinu. Myndir, Baldur Kristjánsson. í flokki 4. og 5. bckkjar varð Hafnarskóli í 1. sæti mcð 78 stig. Nesjaskóli vann flokk 6. og 7. bckkjar mcð 57 stig og 8. og 9. bckkjar mcð 84 stig. Úrslit í einstökum greinum. Skákkeppni úrval skipað 5 krökkum. Höfn : Vík 2 : 3 Nes : Höfn 1/2 : : 4 1/2 Nes : Vík 2 : 3 1. Hafnarskóli: 6 1/2 V. 2. Víkurskóli: 6 V. 3. Nesjaskóli: 2 1/2 V. Körfubolti stelpur. Úrval úr 7. 8. og 9. bckk. Nes : Höfn 0 - 4 Vík : Klaustur 2 : 28 Úrslit: 1.-2. Höfn - Klauslur 4 : 20 3.-4. Vík - Nes 4 : 12 1. Klausturskóli 2. Hafnarskóli 3. Nesjaskóli 4. Víkurskóli. Körfubolti strákar. Úrval úr 7. 8. og 9. bekk. Nes - Klaustur 3 : 29 Höfn - Vík 22 : 2 ÚrsliL' 1.-2. Klaustur - Höfn 21 : 6 3. - 4. Nes - Vík 10:1 1. Klausturskóli 2. Hafnarskóli 3. Nesjaskóli 4. Víkurskóli 36

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.