Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 38

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 38
beitti klofbragðinu. Þá var aðeins bóndinn eftir í liði Rangæinga. Már Sigurðsson er yngstur Haukadalsbræðra sona Sigurðar Greipssonar. Hann varð skjaldarhafi Skarphéðins árið 1982 en hefur lítið gh'mt síðan enda kominn yfir fertugsaldurinn eins og Kjartan Helga- son. Á móti honum var sendur Jóhannes Sveinbjömsson, 16 ára, stór og sterkur og núverandi glímukappi Suðurlands. Mikil spenna lá í loftinu þegar þeir tóku saman og hinir 250 áhorfendur héldi niðri í sér andanum. Viðureignin stóð stutt. Fljótlega náði Jóhannes færi á klofbragðinu góða og þá var ekki að sökum að spyrja. Már mátti lúta í lægra haldi. Þessari fyrstu Bændaglímu Suður- lands lauk því með sigri Ámesinga eftir jafna og spennandi glímu sem áhorfendur kunnu sannarlega vel að meta. Sigurður Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri UMFÍ afhenti sigursveit- inni veglegan bikar, Sigurðarbikarinn til varðveislu og annan minni til eignar. Allir keppandur fengu glæsilcg verðlaunaskjöl sem Hermann Guðmundsson fyrrverandi framkvæmda- stjóri ÍSÍ hannaði og ÍSÍ gaf. Stjórn Glímusambandsins sá um dómgæslu á glímunni og heiðursgestur var Kjartan Bergmann Guðjónsson, fyrsti formaður þess. Vom menn á einu máli um að bændaglíman hefði verið skemmtileg og spennandi og stæði undir því að halda á lofti minningu Sigurðar Greipssonar, mesta glímufrömuðar Skarphéðins fyrr og síðar. "Þarf að rífa glímuna úr gamalli ímynd" Rætt við Jóhannes Sveinbjörnsson, upprennandi glímukappa Hann hafði æft í tvo mánuði þegar hann fór í sitt fyrsta mót, fyrir tæpum tveimur árum síðan, Lands- flokkaglímuna. Hann kunni eitt bragð "sæmilega", eins og hann orðar það, sniðglímuna en varð íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Hann er 16 ára og einn efnilegasti glímumaður landsins, Jóhannes Sveinbjörnsson,nemandi við Menntaskólann á Laugarvatni um þessar mundir. í Bændaglímu Suður- lands sem nýlega var endurvakin í minningu Sigurðar Greipssonar, glímu- kappa, formanns og heiðursformanns Skarphéðins og skólastjóra íþróttaskól- ans í Haukadal, var Jóhannes maður mótsins (eins og lesa má um hér í blaðinu). Hann var tekinn tali eftir Bændaglímuna. -Jóhannes er fyrst spurður hvort hann hafi iðkað einhverjar aðrar íþróttagreinar en glímuna. "Fyrst og fremst er það nú glíman", svarar liann, "ég hef aðeins iðkað sund en aðrar greinar heldur lítið." Æfingar -Hvernig kom það til að þú fórst að æfa glímu? "Það var nú mest fyrir tilstilli Kjartans Helgasonar glímumanns. Nokkrir skólafélagar mínir á Laugavatni voru á æfingum hjá honum og þeir hvöttu mig til að mæta. Ég fór með þeim og síðan hef ég verið í þessu. Kjartan hefur rifið upp glímuna á svæðinu með þessum æfingum. Fyrir nokkrum árum fóru nokkrir strákar sem hann hafði þjálfað að taka þátt í Skarphéðinsglímunni. Síðan hefur þetta verið að aukast smátt og smátt." -Hvað æfið þið oft í viku nú? "Við æfunt einu sinni í viku að jafnaði, í félagsheimilinu að Borg í Grímsnesi. Við erum 8 til 10 sem æfunt að staðaldri. flestir okkar eru í skóla á Laugarvatni." -Eru fleiri hér á Suðurlandi sem æfa eitthvað í líkingu við ykkur? Holtamenn hafa æft, þó ekki mjög mikið. Annars hefur glíman undan-farin ár aðallega verið stunduð hjá þremur félögum, hjá KR, fyrir norðan hjá HSÞ og svo hér hjá IISK. En þetta er hins vegar að aukast núna. Glíman er í sókn." -En hvað sýnist þér að sé helsta ráðið til að auka þátt glímunnar í almennri íþróttaiðkun meðal fólks í þínum aldurshópi? Meiri flokkaskiptingu "Það er nú t.d. að koma á meiri flokkaskiptingu á glímumótum en verið hefur, þannig að þeir yngri hafi meiri möguleika í keppni. Það liefur verið allt of algengt að menn í mínum aldursflokki og yngri séu að keppa við mun eldri menn eða þyngri og það getur verið fullerfitt, missa áhugann og fara í aðrar íþróttagreinar, það eru svo margar íþróttagreinar sem hægt er að stunda. Svo þarf að fá fólk til að mæta á mót, vekja athygli þess. Það þarf að reyna að hafa mótin skemmtileg og spennandi. Einnig held ég að mætti gera meira af því að sýna glímu, t.d. í skólunum. Sýna fólki hvað þetta er í raun skemmtileg’ íþrótt. Það þarf að rífa glímuna út úr þeirri ímynd sem hún hefur fengið á sig. Jákvæð umjöllun í fjölmiðlum hefur líka mikið að segja." 38

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.