Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 39
BIKARGLÍMA GLÍ.
• •
Oraggir sigurvegarar
Bikarglíma Glímusambandsins
var haldin laugardaginn 21. febrúar í
íþróttahúsi Kennaraháskólans. í bikar-
glímu er keppt í tveimur flokkum,
ílokki 19 ára og yngri og flokki
fullorðinna.
Yngri flokkur
I yngri flokknum voru 9
kcppendur mættir til leiks. Þrír voru
laldir sigurstranglegastir. Það voru
Lárus Björnsson HSÞ sem sigraði í
fyrra, Amgeir Friðriksson HSÞ sem
vakti mikla athygli á síðustu lands-
flokkaglímu og Jóhannes Sveinbjörns-
son HSK sem sigraði í Fjórðungsglímu
Suðurlands í haust. Jóhannes féll í
glímum sínum við þá félaga og var þá
ljóst að baráttan um sigurinn slæði
milli Arngeirs og Lárusar. Amgeir féll
óvænt fyrir KR-ingnum Jóni Valssyni
og var þá eina von Arngeirs að leggja
Lárus og sigra hann síðan í aukaglímu.
Til þess kom ekki því Lárus
glímdi glímu þcirra af mikilli
skynsemi og stefndi á janfglími sem
varð. Lárus slóð því uppi sem
bikarmcistari í yngri ílokki annað árið í
röð. Var hann vel að sigrinum kominn,
glímdi af kunnáttu og skynsemi og
stóð vel að glímunni. Amgeir glímdi
snarplcga framan af en úthaldið virtist
dala í lokin. Að lokinni glímu var
honum afhentur bikar til eignar frá
stjórn GLI, sem nýlega kaus Arngeir
einróma efnilegasta glímumann síðasta
árs.
Arngeir beitir mikið skæðu
leggjarbragði scm erfitt er að varast.
Hann var lægstur í loftinu af
keppendum en greinilega einn af þeim
sterkustu.
Jóhannes varð í þriðja sæti.
Hann virlisl óöruggur framan af og
tapaði þá fyrir Amgeiri og Lárusi.
Síðan jókst honum ásmegin og var
aldrei spurningin um úrslit, heldur
hvcrsu lengi andstæðingunum tækist að
tefja hið óumflýjanlega. Jóhannes
beitir mikið vinstri fótar klofbragði
sem cr óvenju hátt og glæsilega tekið
enda Jóhannes rúmlega 1.90 m. á hæð.
Jón B. Valsson er vel sterkur og
glímir yfirvegað en stundum nokkuð
þungt.
Gunnar Gunnarsson er ört
vaxandi gímumaður. Hann er talsvert
fjölhæfur og tekur brögð á báða vegu
jafnt, sem er afar sjaldgæft.
Gaman var að sjá Austfirðinga á
ný á glímuvellinum eftir nokkurt hlé.
Kári Arnþórsson er nýliði sem kom
skemmtilega á óvart. Hann var greini-
lega léttasti maðurinn í flokknum en
alls ófeiminn að sækja á þá stærri og
sterkari.
I heildina var keppnin í þessum
flokki bráðskemmtileg og fjörleg og
þarna eru margir framtíðarglímumenn.
Eldri flokkur.
í flokki fullorðinna voru sjö
keppendur. Ólafur Haukur Ólafsson
glímukappi íslands og bikarhafi frá
fyrra ári þótti að vonum sigurstrang-
legastur. Hann varð líka öruggur
sigurvegari í glímunni og var sigur
hans aldrci í hættu. Ólafur tekur mjög
glæsileg hábrögð, vinstri fótar
klofbragð og sniðglímu á lofti og
skiptir oft snarlega á milli með
afgerandi árangri.
Jón Unndórsson varð annar og
gekk næst Ólafi með hábrögðin. Jón
lætur hvergi deigan síga þótt hann sé
um áratug eldri en Ólafur og fleiri
glímukapparnir og sýnir þar gott
fordæmi.
Þriðji varð Helgi Bjamason.
Helgi er lágur í loftinu en samanrekinn
og kappsfullur glímumaður. Hann er
eitilharður vamarmaður og ekki tókst
fleirum að koma honurn af fótunum en
tveim fyrmefndum köppum sem eru
tvímælalaust sterkustu glímumenn
landsins. Kjartan Lárussson er nýliði í
gímunni þótt kominn sé um þrítugt.
Kjartan stóð sig vel í baráttunni við þá
eldri , enda sterkur vel og þrckvaxinn.
Hjörtur Þráinsson deildi fjórða sætinu
með Kjartani. Hjörtur er gamalreyndur
keppnismaður þrátt fyrir ungan aldur og
sérlega skæður í lágbrögðum með
eldsnöggan hælkrók sem aðalvopn. í
heild urðu úrslit í þessum flokki svipuð
og reiknað var með og eftir styrkleika
glímumanna.
Úrslit í heild urðu
þessi:
Eldri flokkur:
1. Ólafur H. Ólafsson KR
2. Jón Unndórsson L
3. Helgi Bjamason KR
4.-5.Kjartan Lámsson HSK
4.-5.Hjörtur Þráinsson HSÞ
6.-7. Jón Kerúlf UÍA
6.-7.Ásgeir Víglundsson KR
Yngri flokkur:
1. Lárus Bjömss. HSÞ 7 1/2 V
2. Amgeir Friðrikss. HSÞ 6 1/2
3. Jóhannes Sveinbjöms. HSK 6
4. Jón B Valsson KR 4
5. Gunnar Gunnarss. HSK 3 1/2
6. Kári Amþórsson UÍA 3
7.-8.Kjartan Ásmundsson HSK 2
7.-8.Jóhann G. Friðgeirss. HSK 2
9. Hörður Ó Guðm. HSK 1 1/
J.í
39