Skinfaxi - 01.06.1987, Blaðsíða 5
LANDSMÓT-
SAMEINTNGARTÁKN UMFÍ.
Velkomin til Húsavíkur.
Séra Eiríkur J. Eiríksson sagði árið 1961 um Landsmót UMFÍ:
“Takmarkið er að gera þessi mót að þjóðhátíðum er sýni hvers íslenskur
æskulýður er megnugur í leik og starfi...”- til þess vantar á athygli almennings.
Þessi orð fyrrum formanns UMFI eiga enn við. Það finnaþeir er nú undirbúa Landsmót jafnt
og þeir sem undirbúa þátttöku í mótinu vítt og breitt um landið. Nokkuð vantar þó enn á, að tala
megi um “Þjóðhátíð”
Landsmótin hafa verið og verða sameiningartákn UMFÍ. Öflug hreyfing verður að eiga sér
sterkt og áberandi tákn og það eru Landsmótin hverju sinni. Ervonandi að svo verði um ókomna
tíð enda hafa þau í sér fólginn þann kjarna, bæði sögulegan og skipulagslegan, að ef rétt er haldið
á málum geta orð séra Eiríks orðið að veruleika.
Margt ber þó að varast. Gleymum því aldrei, að valkostir verða sífellt fleiri til handa ungu
fólki. Margt af því sem þegar er framkomið eða í þann mund að verða að veruleika, er í beinni
samkeppni við íþrótta- og ungmennahreyfinguna um athygli unga fólksins. Höldum vökunni
og sækjum fram. Eflum Landsmótin enn frekar og gerum þau að sannarlegum “Þjóðhátíðum”.
Landmótsnefnd hefurkappkostað, að hafa alla undirbúningsvinnu sem besta. Ýmislegt nýtt
verður reynt til að mæta breyttum tíðaranda. Eðli málsins samkvæmt sækir
Landsmótsundirbúningur ávallt á brattann. Mótshaldari hverju sinni verður að tileinka sér
nýjungarí síbreytilegu þjóðfélagi. Það verðurreynt áHúsavík en kjarni Landsmóts er óbreyttur,
aðeins umgjörðinni er hægt að breyta.
Okkur er hollt að átta okkur á því að við lifum á tímum snöggra skiptinga og stuttra ávarpa,
þar sem fjölbreytni verður að vera fyrir hendi. Tími langra ræðuhalda er liðinn.
Velkomin á Landsmót UMFI á Húsavík 10. -12. júlí 1987.
Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsmóts '87
Utgefandi: Ungmennafélag Islands - Ritstjóri Ingólfur Hjörleifsson - Ábyrgðarmaður Pálmi
Gíslason Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þóroddur Jóhannson, varaformaður, Þórir
Jónsson, gjaldkeri, Bergur Torfason ritari. Meðstjórnendur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Har-
aldsson, Guðmundur H. Sigurðsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, sími: 91-
12546 - Setning og Umbrot: Skrifstofa UMFI - Filmu- og Plötugerð: Prentþjónustan hf. - Pren-
tun: Prentsmiðjan Rún
Allar aðsendar grcinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og lúlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjómar UMFÍ
SKINFAXI
5