Skinfaxi - 01.06.1987, Page 33
Ungmennastarf
Hópurinn á Leiðtoganámskeiðinu sem haldið var samhliða sumarbúðunum. Aftari röð frá vinstri: Sigurður
Þorsteinsson, Bryndís Jónsdóttir, Helga E. Guðmundsdóttir, Anna Kristín Sveinsdótir, Sólveig Bjamadóttir, Margrét
Björk Bjömsdóttir, Sigrún Bjamadóttir og Diðrik Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Finnbogi Harðarson, Stefán Ingi
Guðmundsson, Magnús Skog Stefánsson Björgvin Gestsson. Mynd, IH.
kom á Reyki í vor og sagði hann að það
hefði verið ofsalega gaman.
Móðir Kolbeins og Ingeddu, Inga
Guðmundsdótúr, gat staðfest þetta.
Dreymdi Reyki
“Hann svaf í viku eftir að hann
kom af Reykjum og dreymdi um það
hvað þessi tími hefði verið skemmtile-
gur.”
“Hann hló meira segja í svefni,
hann skemmti sér svo vel”, skýtur systir
hans IngEdda inn í.
“Hann sagði að það hefði verið
svo skemmtilegt í fyrra að hann hefði
orðið að koma aftur”, bætir hún við.
“Það var svo mikið að gera að
hann gat hreinlega ekki talað við okkur
daginn efúr af þreytu. Það var greinilega
mjög gaman”, segir móðir hans.
Kolbeinn gaf ekki mikið út á
þessar lýsingar fjölskyldunnar af
eftirhreytum sumarbúðanna en sam-
þykkti hiklaust að þetta hefði verið mjög
skemmtilegt. Var hins vegar lítið hrifinn
af segulbandi og myndavél undirritaðs.
Móðir hans, Inga tók hins vegar við.
“Þetta er greinilega mun
skemmtilegra en þegar ég var að alast
upp. Það er svo mikið gert fyrir krakk-
ana. Þau fara á hestbak, íbátsferðir, fara
á tölvunámskeið og margt fleira. Á
minni sumarbúðatíð var hreinlega um
geymslu að ræða á krökkunum. Það var
ekkert við að vera. Það sem ég man helst
efúr voru messur á hverjum morgni.
Og ekki spillir það fyrir að veðrið
var mjög gott hér fyrr í sumar, einmitt
þegar Kolbeinn var hér.”
Það var hins vegar ekki al veg jafn
gott í fyrra þegar Kolbeinn var á
Reykjum, um mánaðamóún maí - júní.
“Þá kölluðum við þetta vetrarbúðir”,
segir hann.
“Það er víst alveg rétt”, bætir
Sigurður B. Guðmundsson, sem set
hefur við hlið okkar.
“Það snjóaði þá. En þetta hefur
verið allt annað núna. Krakkamir sem
Kolbeinn varmeðumdaginn, sólbrunnu
svo rækilega, að það þurfti að taka svo til
hvert einasta bam og bera vel á bak þess.
Þau vom eins og þau hefðu verið í
Sólarlöndum”, sagði Sigurður.”
Ingedda segist hafa verið áður í
sumarbúðum. “Það var í hitúðfyrra, ég
varáHólum. Þar fómm við í hestaferðir
og það vom kvöldvökur og ýmislegt
fleira. Mér hefur hins vegar heyrst á
Kolbeini að það hafi verið alveg æðislegt
héma. Þetta virðist vera mikið umfangs-
meira en var á Hólum, þó þar hafi verið
ágætt. Kolbeinn sagði mér að þau hefðu
verið á tölvunámskeiðum, farið í báts-
ferðir og meira að segja gefið út blöð.”
Það var alveg ljóst af eftir-
væntingunni í rödd Ingeddu að hún bjóst
við stórkostlegum tíma, að minnstakosti
eftir sögum Kolbeins (og draumum) að
dæma.
SKINFAXI
33