Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1987, Page 23

Skinfaxi - 01.06.1987, Page 23
t^mamm^m landsmótsspá Körfuknattleikur Tvö liö í sérflokki. Brátt mun hefjast ein mesta íjiróttahátíð sem haldin hefur verið á íslandi, er það 19. Landsmót UMFÍ, sem vcrður að þessu sinni á Húsavík. Gera má ráð fyrir að Landsmótið í ár verði hið fjölmennasta hingað til. I forskráningunni að körfuknattleik hafa skráð sig fimm lið: Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), Ungmenna- félag Keflavíkur (UMFK), Ungmenna- samband Skagafjarðar (UMSS), Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Ungmennafélagið Geisli, Súðavík. Einnig má gera fastlega ráð fyrir að Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG), Ungmenna og íþróttasamband Austur- lands (UÍA) og Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssyslu (HSH), verði með körfuknattleikslið á komandi Landsmót, þrátt fyrir að þau hafi ekki skráð sig enn. Geta má þess að öll þessi lið, nema Geisli voru með lið í körfuknattleik á síðasta Landsmóti í Keflavík, 1984. Ekki er hægt annað en að gera ráð fyrir að nýbakaðir íslands- og Bikarmeistarar, UMFN, verði í toppbaráttunni, ásamt nágrönnum sínum UMFK. Verður það líklega úrsli- taleikurinn á þessu Landsmóti. (Að vísu er ekki búið að draga í riðla svo spáin getur riðlast af þeim sökum). En þessi lcikur ætti að vera kærkominn fyrir landsmótsgesti, þar sem gcra má ráð fyrir að þessi tvö lið verði í sérflokki, þar sem þau leika líklega einna besta körfuknattleikinn í landinu um þessar mundir. UMFG geri ég ráð fyrir að komi fast á eftir, þar sem þeir hafa á að skipa ungu og efnilegu liði, einnig leikreindum einstaklingum. Þeir höfnuðu í 6. sæti á Landsmótinu í Keflavík, en ég geri ráð fyrir að þeir nái lengra nú. Við spádóma fyrir næstu sæti má gera ráð fyrir að happa og glappa aðferðin verði látin ráða ferðinni, þar sem mun minna er vitað um þessi lið enda eru þau ekki eins mikið í brennidepli íþróttafjölmiðlanna eins og úrvalds- dcildar- og 1. dcildarliðin. Ég geri ráð fyrir að HSH haldi sínu 4. sæti að þessu sinni. Næst á eftir þeim kemur líklega HSK, en þeir voru í 3. sæti í Keflavík. Þar á eftir gæti UÍA komið, en lið HSK og UÍ A ásamt Lélti, kepptu um sæti í fyrstu deild næsta vetur og mátti vart á milli sjá hvort liðið hefði betur. En UÍA kom út sem sigurvegari úr þeirri keppni eins og kunnugt er. Svo það getur alveg eins orðið UÍA sem lendir í 5. sæti og HSK í 6. UMSK, UMSS og Geisli, geri ég ráð fyrir að deili með sér neðstu sætunum. En Skagfirðingar eru á hraðri uppleið í körfuknattleik og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirra liði að þessu sinni. En óhætt er að segja að ekkcrt lið hefur fyrirfram sigurinn vísann. Enda hefur sumum liðum orðið þau hrapalegu mistök á að vanmeta verðuga keppin- auta. Ég hvet alla til að fylgjast mcð keppninni þegar að henni kemur. Spáin fyrir Landsmótið er því þan- nig (tölurnar inni í svigunum er sætisskipan frá síðasta Landsmóti): 1. UMFN d) 2. UMFK (2) 3. UMFG (6) 4. HSH (4) 5. HSK (3) 6. UÍA Valur Ingimundarson, verður að vanda atkvæðamikill á Landsmóti. Mynd, Einar Ólason. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.