Skinfaxi - 01.06.1987, Page 22
LAN DSMÓTSSPÁ
UMSK sem lék til úrslita á síðasta
Landsmóti, en tapaði þar öllum á óvart.
Þar fer lið HK, allsterkt og vel samæft lið,
sem á að vera nokkuð öruggt með að
komast alla leið í úrslitaleikinn. Hvort
liðið sigrar veltur að mestu á einum
manni, landsliðssmassaranum Kjartani
Busk sem unnið getur leiki allt að því
einn. Hann er hins vegar frá keppni
vegna brjóskloss í baki, og heldur
ólíklegt að hann verði með á Húsavík.
Það er einnig ólíklegt að miðherjinn
sterki, Ástvaldur Arthúrsson, verði með,
og að þessum tveimur frágengnum er
sóknarleikur UMSK manna miklu
veikari en ella. Hins vegar eru eftir
uppspilaramir Geir Hlöðversson og Jón
Gunnar Axelsson. Smassararnir
efnilegu, Einar Þór Ásgeirsson og Vignir
Albert H.N. Vardimarsson og svo Karl
Sigurðsson og fleiri ungir leikmenn.
Styrkur Kópavogsmanna er að liðið
hefur haldið áfram æfingum frá í vetur,
og er reyndar nýkomið af æfingamóti í
Noregi. En sigurmöguleikarnir velta á
Kjartani Busk.
Liðin þrjú sem eftir eru í B riðli
eru öll eins konar spumingamerki, og
hvernig þau raða sér í neðri sætin þrjú í
riðlinum og þá um leið í leikina um sæti,
fara eftir því hvemig söfnuðurinn smel-
lur saman.
I liði UMFK verður frcmstur í
flokki Hreinn Þorkelsson,
landsliðsmaður í blaki og körfuknatlleik,
geysisterkur blakari. Hann leikur einnig
með og gæti dregið liðið langt. Með
honum verður bróðir hans, Gylfi
körfuboltakappi, einnig gamalreyndur
blakari úr UMFL, en afgangurinn af
liðinu er blanda úr öldungaliði
Keflvíkinga og unglingaliði sem Hreinn
hefur þjálfað.
Gamlir og reyndir
í liði US VS em nokkrir gamlir og
reyndir blakarar, fremstir í flokki em
bræðurnir Kjartan Páll Einarsson,
fyrrum landsliðsmaður og núverandi
formaður Blaksambands íslands, og
Guðni Einarsson, báðir fyrrum leikmenn
IS. Þriðji bróðirinn, Grétar Einarsson,
verður og með, Örn Stefánsson sem eitt
sinn lék með ÍS, og Páll Pétursson sem
eitt sinn lék með Fram. Þá er og gamal-
reyndur Samvinnuskólamaður að austan
í liðinu, Finnur Ingólfsson.
Loks er það merkilegt lið, UNÞ.
Þó ekkert íþróttahús að gagni sé í
Norður-Þingeyjarsýslu hafa þaðan
komið snjallir blakmenn. Nægirþarað
nefna blakbræðuma Jón og Gunnar
Ámasyni frá Kópaskeri. Gunnar er
framkvæmdastjóri blakliðs UNÞ sem
hefur að geyma gamalreynda blakmenn i
bland við yngri og sneggri menn. Daníel
Árnason, frændi blakbræðrana, Gísli
Haraldsson á Húsavík og Steingrímur J.
Sigfússon, þingmaður, eru allir snjallir
fyrstu deildar leikmenn. Þá eru og í
liðinu Eggert og Haukur Marinóssynir
sem keppt hafa um gull á íslandsmóti
yngri flokka með Eflingu.
Og þá er ekkert eflir nema spá
endanlega um röðina. Eins og ég hef fyrr
sagt í pistlinum er vart spurning um
hvaða lið verða í verðlaunasætunum
þremur, einungis um röð þeirra. Hitt er
lotterí, en ég ætla að skjóta á þessa röð:
Spáin
1. UÍA
2. UMSK
3. HSK
4. UMFK
5. HSÞ
6. UNÞ
7. USVS
FERÐAFÓLK ATHUGIÐ
Verslum með allar
nauð synj avörur í ferðalagið
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga
sími: 97-5240
22
SKINFAXI