Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 7
Landsmótið Merkileg þróun Rætt við Páima Gíslason, formann UMFÍ, um Landsmótshald Landsmót það scm nú er að ganga í garð á Húsavík mun Hkast til verða hið umfangsmesta frá upphafi. Svo hefur þó reyndar verið með Landsmót frá upphafi. Pau hafa ætíð verið “það glæsilegasta til þessa”. Svo virðist samt sem Landsmótið á Húsavík verði nokkuð óvenj ulegt. Má þar nefna að nú er höfðað til breiðari hóps með ýmsum hætti og öll kynning er rækilegri en áður og mcð breyttu sniði, eins og landsmenn hafa líkast til orðið varir við að undanfömu. Margir spyrja því: “Hvað er hægt að ganga langt, hversu umfangsmikil geta mótin orðið?” Skinfaxi ræddi stuttlega við Pálma Gíslason, formann UMFÍ, um þessi mál. -Hvað sýnist þér um þær breytin- gar scm nú virðast vera að eiga sér stað með Landsmót UMFÍ, eins og raunin virðist t.d. ætla að verða á með Landsmótið á Húsavík? “Umfang Landsmótanna hefur verið að aukast frá móti til móts, greinum hefur stöðugt verið að fjölga, þó sú þróun verði sjálfsaggt hægfara hér eftir. Kep- pendum í flestum greinum hefur fjölgað með vaxandi íþróttastarfi um allt land. Þá hafði það veruleg áhrif á þátttöku þegar undankeppni var hætt í flokkaíþróttum nema knattspyrnu. Ef draga á úr umfangi Landsmótsins á einhvem hátt, væri þessi undankeppni eini möguleikinn til þess.” -En hvað um svipmót Landsmótsins? “Þar virðist ætla að verða nokkur breyting á. Ég er mjög spcnntur, eins og auðvitað allir aðrir, að sjá hvemig tekst til. Þeir norðanmenn hafa staðið sig mjög vel við allan undirbúning Landsmóts og ég er þess fulviss að þeir standa sig ekki síður á Landsmótinu sjálfu. Það eru ýmsar nýjungar sem eru utan íþróttakeppninnar. Nú er höfðað meira til fjölskyldufólks og þeirra sem ekki hafa þekkt Landsmótin nema af afspum. Þetta er að sjálfsögðu mjög merkileg þróun sem gaman verður að fylgjast með. En mér sýnist ljóst að þessir nýju þættir munu ekki raska mótinu sjálfu. íþróttirnar verða eftir sem áður í öndvegi.” -En með breyttum tímum, betri aðslæðum heima fyrir, koma svo kröfur frá keppendum um betri aðstæður á Landsmóti. “Jú, þar hefur orðið mikil breyting. Góðir vellirog íþróttahús þurfa að vera fyrir hverja grein. Hér áður þótti það sjálfsagt að keppendur gistu í tjöld- um. A síðasta Landsmóti, í Keflavík og Njarðvík, þurfti fólk að færa sig inn í skólastofur í upphafi Landsmóts vegna veðurs. Nú eru víða ákveðnar óskir hjá samböndunum innan UMFÍ að fá skólastofur fyrir að minnsta kosti hluta keppenda. Undanfarið hefur þetta verið framkvæmanlegt að hluta. En auðvitað verður erfitt að útvega rými innan dyra fyrir alla. Slíkt kæmi auðvitað til með að setja væntanlegum Landsmótshöldurum þröngar skorður. En mér hefur sýnst að tjaldbúðastemmningin setti mjög skemmtilegan svip á Landsmótin. En þetta er auðvitað mál sem verður að ræða.” -Áttu þá von á að stórar breytingar á Landsmóti verði ræddar á næsta þingi “Ekki neinar stórvægilegar breytingar. íþróttakeppnin er og hefur verið aðalvettvangur mótanna. Stóra spumingin nú er hvað má bæta mikið við keppnisgreinum á Landsmótið. Margar greinar em nú sýningargreinar og aðrar eru ekki iðkaðar á Landsmóti. Hvað kemst til að mynda mikið fyrir inni í íþróttahúsunum á hverjum þeim stað þar sem Landsmótin eru og verða haldin? Mér dettur í hug körfuknattleikurinn. Fyrir ekki mjög löngu síðan var hann leikinn utan dyra á Landsmóti og þólti allt í lagi. Það dettur hins vegar engum í hug að gera slíkt nú. Handknattleikur kvenna er leikinn utandyra nú á Landsmóti. Hvenær verður hann færður inn í hús? Og hvað varðar hinar njgu íþróttagreinar er ljóst að þær greinar sem komast inn á Landsmótin verða yfir leill vinsælar greinar um allt land. Landsmótið er ekki kallað Litlu Ólympíuleikamir fyrir ekki neitt”, segir Pálmi að lokum. IH -------------------- Hólmavík ------------------------ Línubeiting á Sjómannadegi Á Hólmavík var haldið upp á Sjómannadaginn með pomp og pragt í júní mánuði eins og annars staðar á landinu. Á dagskrá hátíðahaldanna þar var hins vegar atriði sem líkast til er ekki að finna mjög víða á þessum hátíðisdegi. Nefnilega keppni í starfsíþróttum. HSS (Héraðssamband Strandamanna) stóð fyrir héraðsmóti í línubeitn- ingu á Sjómannadaginn og var sú keppni útsláttarkeppni héraðssambandsins í þessari grein fyrir Landsmótið á Húsavík en eins og kunnugt er, er keppt þar í Starfsíþróttum. Vekja þær alltaf mikla athygli á Landsmótum og er mikið fylgst með þeim. í fyrsla sæti í Línubeitningunni á Hólmavík varð Ólafur Axelsson og keppti hann fyrir Ungmennafélagið Leif Heppna í Ámeshreppi. Ólafur fékk 142 stig af 150 mögulegum. í öðru sæti varð svo Hrólfur Guðmundsson sem keppti fyrir Ungmennafélagið Geisla á Hólmavík. Keppnin fór fram samkvæmt Landsmótsreglugerð UMFÍ um Starfsíþróttir. IH SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.